Sjeikmanía, sjeik 2

Rakst fyrir algjöra tilviljun á sjeik dagsins. Ég hef líka ákveðið að hætta að vera föst í sama farinu og prufa allskonar nýtt. Það verður seint eitthvað rosalegt sem maður prófar nýtt svona innan veggja heimilisins í hversdagsleikanum.

Nýtt dagsins er eiginlega þessi sjeik því meðal annars er blandað saman spínati, kókosolíu og hnetusmjöri…. sem mér myndi aldrei detta til hugar. Kannski fyrst því ég er eiginlega hvorki hrifin af kókosolíu bragðinu né því af hnetusmjörinu.

Í sjeikinn fór ss þetta:

  • 4 frosnir spínat teningar
  • 10 jarðaber
  • 1 banani
  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1.5 dl vatn

Þessi drulla, svona grænbrún á litinn, bragðaðist alveg ljómandi vel.  Á vefsíðunni sem ég fann uppskriftina er talað um að gefa líkamanum raka innan frá og út, þ.e að öll heimsins krem og olíur bornar á húðina muni ekki gera jafn mikið gagn nema húðinni sé gefinn raki innanfrá.

Ég og við almennt verðum alveg eins og gamalmenni með hreystur þegar kólnar í veðri.

Kókosolían er að sagt er full af hollri fitu og and-oxunarefnum (ég veit ekki hvað þessi and-oxunarefni gera beinlínis), jarðaber full af bólgueyðandi eiginleikum, hnetusmjör sem er fullt af prótíni og B6.

Allt alveg glimrandi dásamlegt og vel þess virði að prufa.