Ég er haldin ýktri sjálfsblekkingu.

Ég versla inn helling af ávöxtum og grænmeti. Þegar við vorum í DK var oftast svona , taktu 10 epli og borgaðu 25kr.  Þannig að í nær hverri einustu búðarferð keypti ég kannski 10 epli, 10 banana, 10 kiwi og 10 plómur. Þar við bættust síðan heilu vínberja klasarnir og önnur ber ef þau voru til.

Grænmeti í hrönnum, tómatar, gúrka, paprika, kál og allargerðir af kryddjurtum.

Borðaði ég þetta? …Nei. Mest lítið bara.

Krakkarnir borðuðu alla ávextina, enda með eindæmum  duglegir ávaxtahakkarar. Þau eru líka mjög dugleg að borða grænmeti.

Þannig hef ég yfir fjölda mörg ár blekkt sjálfa mig að ég sé að borða svo hollt því ég kaupi svo hollt. Það er, að kemur í ljós, ekkert samasem merki þarna á milli.

Aðra vöru hef ég hætt að kaupa og nota. Það er tyggjó. Í tyggjói er t.d hið ótrúlega óheppilega gervisætuefni, Aspartam. Ég veit ekki hvort það er í öllu tyggjói, en það er í öllu sem ég hef skoðað, þar með talið allt húbbabúbba, extra og V6 barnatyggjó.

Þá er það regla 2.

#2. Það er bannað að kaupa og borða tyggjó.

Enn meiri sparnaður og ég er ekki að jórtra á eitri heilu dagana.  Jórturleður my ass! Jórtureitur!