Spurning mín í dag er: Hvernig fer einn að því að stofna bæ? Bæ sem er sjálfbær bær í ósjálfbæru þjóðfélagi?

Eins og ég var búin að skrifa um þá á Sjálfbær að vera sjálfbær. S.s ég rækta agúrkur og þú tómata og svo skiptum við. Þú ert kennarinn og ég hrossakembarinn. Eða eitthvað, þú veist. Og talandi um hesta, þá ferðumst við um á hestum í Sjálfbæ. Venjulegum hestum eða hjólhestum. Mér finnst akkúrat ekkert að  því. Ég legg til að við hliðið á Sjálfbæ verði bílastæði, þar sem öllu sem heitir fólksbíll verði lagt og svo getum við tekið hjólið okkar og hjólað heim, sé það langt þangað, frá hliðinu.

Hvernig fer fólk að því að stofna bæ? Ég hef aldrei heyrt um það. Ég vill stofna fríríki á Íslandi. Já, þá er það ákveðið. Fríríkið á Íslandi á að heita Sjálfbær og enginn Icesave samningur nær yfir það, né glapræði gráðugra bankastjóra.

Sérðu ekki fyrir þér hvað fólk getur andað léttar, bókstaflega, ef það þarf ekki að hafa áhyggjur af Icesave og öllu bullruglinu sem virðist vera í gangi á Íslandi og reyndar einskorðast bullruglið ekkert við Íslandi, apparentlí hér í DK hefur eitt og annað í gegnum bara síðustu árin verið að gerast hér í ligeglad landinu, sem bendir til valdagræðgi, peningagræðgi og því að steypa eigi alla í eitt og sama mótið.

Getur verið að fólk vilji að þjóðin fái að kjósa um þennan bansetta samning þarna, bara af því að það vill ekki að fólkið sem núna vinnur á Alþingi, vinni á Alþingi..

Allavegana, að Sjálfbæ aftur! Mun skemmtilegra umræðu efni.

Ég vill að í Sjálfbæ sé engin kirkja. Ég vill að þar ríki frelsi til spiritúalisma. Jámm, allir mega velja sér það form sem hentar til að ná sambandi við sinn eigins æðrimátt, Guð, Búdda, Allah, eða pabba sinn, who cares. Bara að það sé ekki kirkja þar sem þykist líka ætla að steypa alla í eitt og sama mótið.

Ég vill að það verði tíð sjón að fólk stundi yoga í garðinum sínum, jafnvel eru margir saman að stunda yoga eða hugleiðslu við sólarupprás í einhverri náttúrufegurðinni. Mér er alveg sama þó ég þurfi að gera yoga í kraftgallanum, who cares.

Ég vill að í Sjálfbæ séu kvöldvökur, þar sem fólk spilar og syngur saman og fyrir hvort annað. Enginn þarf að borga neitt til að fá aðgang, við erum bara þarna til að skemmta hvort öðru. Bara þarna í skemmunni eða úti þegar það er hægt.

Ég vill að allir í Sjálfbæ hafi jafnt tækifæri.

Ég vill að fólkið í Sjálfbæ skilji að Móðir Jörð er ástæðan fyrir því að við getum verið lifandi. Að allir í Sjálfbæ gangi fallega um Móður Jörð og elski hana.

Ég vill að unnið verði að því að minnka mengun svo mikið og hægt er í Sjálfbæ. Þessvegna eru engir bílar.

Hvernig förum við að því að láta þetta gerast? Það er hægt!!! Það getur enginn sagt við mig að það sé “of seint fyrir mannkynið”, “of erfitt” eða “það má ekki”.

Hvernig?