Hann á svo mikið afmæli í dag blessað barnið. Hann er svo sætur og gasalega frekur :) Við fórum jú yfir það í gær að hann ætti afmæli á morgun og það yrði afmælismatur og afmæliskaka fyrir hann. Hann tók því svo bókstaflega að hann varð eiginlega hálf hissa þegar við hin byrjuðum líka að gúffa í okkur matinn.. En sæll var hann með nýja hjólið. Hann smell passar á það. Hann vaknaði og við rukum öll fram… til að horfa á hann sjá hjólið. Á myndinni er hann með stærstu skærin á heimilinu (já, ég veit ömó mamma ég er) að vígja hjólið fagra.

Hjólaði allan daginn. Setti öll hjólaljósin á hjólið sem heimilið á, þau eru uþb 10..það voru amk fjögur að framan, hehe.

Og hann ákvað að fagna fæðingardegi sínum með því að vera á afmælisklæðunum.. ó mig auma hvað ég verð eitthvað meir á þessum dögum. Fer gjarnan í huga mér yfir hvernig það var þegar þau skutust í heiminn.  Sindri var bara snöggur út, stæðstur af mínum börnum. Hann var lengst í vömbinni eða 39 vikur heilar. Við lögðum af stað á Akranes að mig minnir um 9 leitið og hann var bara mættur um hádegi. Og við fengum ómælda athygli útaf hinum mega kúl hárlit á barninu. Hann er að vísu í dag með hanakamb..hehe.

Systkinin pökkuðu svo inn  teiknimynd og peysu og skreyttu pakkana og bjuggu til kort. Þau voru voðalega góð við hann allan daginn. Hann gekkst alveg upp í frekjunni blessaður og orgaði á okkur foreldra í skipunartón að við skyldum hætta að biðja hann að gera, já eiginlega bara hvað sem báðum um.

Og auðvitað var kaka hér á Englandsvej. Hún var æði góð. Ég tók video af honum þegar við sungum og hann blés, eða pústaði eins og hann segir og set það kannski hér inn við tækifæri.

Mmmm, þetta var bara fínn dagur og hann söng fyrir sig afmælissönginn þegar hann var kominn uppí rúm, alveg pípandi fyndið.