Það er ekkert skrítið við það að ég hafi fyrir ekki svo löngu síðan búið með tveimur fyrrverandi ástmönnum mínum og sé nú komin í sambúð með konu.

Það er ekkert undarlegt að ég hafi í fyrstaskipti í að ég held næstum því heilan mánuð verið að elda mat hér heima hjá mér, bara núna áðan.

Ekkert er annarlegt við ástand míns heimilis heldur síðasta mánuðinn þar sem kunnugir sem ókunnugir (ég hef verið óvenju dugleg að draga menn af djamminu með mér heim þennan mánuðinn….hehe)  þurftu að horfa uppá fáránlega mikið af drasli. Ég veiddi til dæmis fimm súr mjólkurglös á einhverjum tímapunkti uppúr draslinu við lærdómsstöðina… efast um að mikill lærdómur hefði getað átt sér stað þar, svo ég færði mig við eldhúsborðið fyrir um tveimur vikum.

DSC_0242

Þar hef ég nú plantað minni ástkæru eiginkonu. Þú færð verðlaun ef þú finnur hana í öllu dótinu.

Það er heldur ekkert afkáralegt við þá staðreynd að ég fékk portvín í jólagjöf frá vinnuveitanda mínum. PORTVÍN??… heldur hann að ég sé gamall karl? Ég hef grjótharðar sannanir um það að ég er enginn gamall karl heldur ein sú heitasta .. ik go?

DSC_0244

Þarna uppá eldavélinni, sem já, var geymsla fyrir annað en logandi heita potta og pönnur um tíma, slengdi ég körfunni sem vinnuveitandinn gaf. Í henni voru líka tvær rauðvínsflöskur og þá á ég þrjár frá honum til.. spurning um að fara að herða sig í rauðvínsdrykkjunni… og í körfunni var líka tonn af nammi svo hér í kössum útum allar trissur er nammi, kökur og annað góðgæti. Fleiri þúsund nammipokar frá öllum sem kallað geta sig ömmu við einhvern af þessari undarlegu fjölskyldusamsetningu og svo líka tveir dunkar af smákökum frá mömmu Dísu, mamma Dísu bakaði mömmukökur sem ég (þar sem ég er líka mamma.. ekki mín eigins mamma, heldur bara mamma ) át allar og sé núna eftir því, því ég get ekki fengið mér aðra.

Það er hinsvegar eitthvað meira en furðulegt við veðráttuna hér í Kóngsins. Hér hefur legið hvítt yfir í um viku tíma. Eruði að trúaðessu.. Það er hálka á veginum og salti hefur verið stráð okkur þrífurum til  mikils ama.

DSC_0240

Svona er útlitið af betri svölunum ekki Færeyjum, þessi mynd er tekin fyrir viku eða svo.. og enn er snjór á öllu.

Gott er að ég er búin að skila verkefninu mínu af mér, fara í tvö inntökupróf og komast áfram í frekara nám, vinna tvöfalt í lengri tíma.. erum að tala um að ég dreif nýkomna eiginkonuna í vinnu um leið og hún steig úr vélinni og við vorum ekki komnar heim fyrr en að verða 3 um nóttina, ekki nóg með það heldur er alltaf ræs hérna uppúr 6.. þvílíkt maður. Enda er sandur í augunum á mér núna.

Og útaf öllu þessu annríki og þeirri staðreynd að ég á ekki bætur fyrir annað gatið sem ég sit á, þá fær enginn jólagjöfina sína frá mér á réttum tíma. Það fær heldur enginn jólakortið sitt á réttum tíma.. ef ég kemst þá nokkurntíma í að setja það alla leið í póstkassann…

Ég ætla sko ekki að stilla vekjaraklukku á morgun.