Ég er komin með svo mikið leið á hvernig þetta blogg lítur út að ég get varla bloggað á því.

Hér er samt Örverpið. Það var einmitt á þessum degi, í síðustu viku, þegar ég hélt að öll von um að koma mat á borðið væri úti, en ég hafði eytt öllum peningunum (í matinn sem við átum dagana áður) og brenndi grjónagrautinn sem ég ætlaði að fóðra oss á, að kom í ljós að í ísskápnum leyndist þetta líka fallega sallat. Í því voru gúrkur, tómatar, vínber, grænkál og iceberg minnir mig. Með þessu pasta og tómatsósa.  Ég verð alltaf þakklátust fyrir það sem ég hef þegar ég hef næstum því ekkert. Miðað við  það ætti ég að vera ansi þakklát ansi oft og er ég það. Salatið varð ennþá betra því Örverpið bjó það til.

Einhver fjárinn hljóp í kertið mitt. Það var svona kirkjukerti að stærð og ég búin að eiga það í ár og alltaf að brenna og brenna. Að lokum brenndi það á sig gat og lak allt vaxið út. Ég tók ekki eftir því fyrr en ég sá útundan mér risa loga blakta þarna í horninu..maðurlifandi hvað mér brá. Ég hefði ábyggilega átt pínulítið erfitt með að vera þakklát hefði ég endað með að eiga ekkert heimili, hefði farið á versta veg.

Örverpið er búið að hanga mikið í kringum okkur síðustu daga. Þarna er hann að fylgjast með mér fylgjast með Facebook.

Hann heimtaði meira að segja að ég talaði við hann í bleika dótasíma systur sinnar meðan hann sat og hægði á sér. Þarna er ég búin að raka af honum hárið. Þvílíkar aðfarir á einu heimili.

LOFTBELGIR!! Þetta var ýkt flott! Ég er ástfangin af loftbelgjum. Þeir birtust bara þarna einn af öðrum síðasta sunnudagseftirmiðdag í gluggaveðri sem leit út fyrir að vera hinn fínasti sumardagur… bara ef..

Ég verð stundum ekki vör við að ég búi í alvörunni í Danmörku. Það er frekar þannig að ég haldi að ég sé á Grænlandi.. þú veist, kannski gerðist það eina nóttina að það var skipt um stað á löndum, hver veit. En það er búið að vera snarkalt. Og það er búinn febrúar..kommoooOOON!!

Hotel CPH living!! OJ. Ekki myndi ég vilja dvelja á þessu hóteli. Það er hrörlegt að utan og liggur í kanal sem er frosinn í tætlur. Kuldalegra verður það varla. Þetta er kannski rómó og svona á heitum sumarkvöldum en ekki núna. Ég vona að það sé ekki opið hjá þeim.

Eldri lesa fyrir hvort annað Palli var einn í heiminum. Allt fer fram á dönsku vitanlega.

Það eru breytingar í vændum. Hugur á Íslandi.