breyta, mála, steypa, smíða…

Ég er mjög stressuð yfir að hafa mögulega ekkert að gera í fæðingarorlofinu komandi. Ekki gera lítið úr þessum tilfinningum mínum, auðvitað verður æðislegt að fá barnið í hendur, gefa því og hugsa um það, gæla við það og strjúka og svo veit ég að ég hef þrjú önnur börn að sinna, eiginmanni og hundi.

Ég veit ekki hvað það er, sýnist að orlofið gæti orðið frekar einangrandi, svona þegar fáir koma í heimsókn alla leið hingað til Keflavíkur og ég ekki með bíl.

Útaf þessu er mér mér búið að detta í hug endalaust af hlutum til að skemmta mér yfir milli mjalta.

  • Byrja að sauma. Reyni að særa til mín saumavél. Pondera hvort það borgi sig fjárhagslega að kaupa efni og sauma föt á sig og lýðinn eða hvort það sé bara jafn dýrt eða dýrara að kaupa bara föt.
  • Byrja að leira aftur. Særi til mín brennsluofn á 0 krónur eða mjög lítið.
  • Helka og prjóna, kann það, get gripið í þegar mér sýnist. Daginn áður en ég átti Örverpið átti ég tánna eftir á sokkum sem ég ætlaði að færa hann í. Kláraði tána nokkrum dögum efitr að hann kom í heiminn árið 2006 og snerti svo ekki prjóna aftur fyrr en 2010.
  • Breyta á heimilinu, gæti gert það, ekkert nýtt
  • Það verður sumar, gæti unnið í garðinum og mun vinna í garðinum þar sem ég er jú byrjuð að koma gróðrarstöðinni í gang. M.a.s búin að koma fjólubláu ljósi fyrir, fyrir ofan nokkur plöntugrey. Bíð eftir að lögreglan á suðurnesjum komi og spyrji mig frétta um það sem gerist í útihúsinu mínu.
  • Smíða, er með nokkur verkefni í kollinum sem ég gæti smíðað.
  • Fleira og fleira sem mér hefur dottið í hug og mun eflaust framkvæma eitthvað af en man ekki hvað neitt af því er.

Svei mér. Sennilega mun ég ekki hafa tíma til að fara aftur til vinnu eftir orlof.

Sjáum til.