Ég er alveg í mörgum pörtum og partarnir tala saman. Ég veit að það eru fleiri þarna úti sem geta alveg releitað við að eiga í hörku samræðum við sjálfan sig.

Sem dæmi má nefna þegar sá þreytti talar við hinn sem er löngu vaknaður og tilbúinn að fara frammúr og takast á við lífið.

Þreytti: 5 mínútur í viðbót er ekki langur tími

Tilbúni: ef þú sefur í fimm í viðbót, þá verðuru of seinn

Þreytti: óbb.. sofnaði, fimm mínútur liðnar.. ég veit að við ætluðum á fætur korter fyrir sjö svo allt myndi ganga smurt fyrir sig en ég nenni ekki

Tilbúni: nú VERÐUM við að fara frammúr

Þreytti: hva.. klukkan er ekki einu sinni orðin sjö, sjö er síðasti séns, því ekki að nota hann?

Tilbúni: þú ert óþoalandi og nú er klukkan að hringja enn og aftur og allir krakkarnir verða of seinir og við líka

Þreytti: .. o.. fail again.

..og svo opna ég augun og byrja að rökræða við þennan svanga um að það sé ekki tími til að fá sér að éta.

Allan daginn..!?!