Það er dauðaþögn í íbúðinni. Öll familían A-manneskja nema ég, hvernig passar það saman…? Og auðvitað er mér löngu runnin reiðin yfir stolnu hjólunum. Stend samt við og meina það sem ég sagði.

Blæserensamblet var með jólatónleika í gærkveldi og tókst það bara alveg glimrandi. Ég fékk upptökur af því sendar í tölvupósti en þori ekki að hlusta, hehe, vonandi var þetta ekki alveg gasalega glatað þarna úti í sal.

Ég er alltaf að komast að því betur og betur hvað mér finnst gaman að spila músík fyrir fólk, með öðru fólki, hreint elska það. Forever þakklát fyrir flautuna mína sem telst núna vera orðin að ég held amk  18 ára eða svo.

Hér er búið að stússast mikið, aðeins að jóla, baka, hugsa um að nálgast jólatré, síðasta vika í skólum núna, Örverpið samt búið að vera heima í viku núna bara því Bústýrunni sýnist svo. Já hann er sannkallað dekur barn. Þau eru öll orðin eitthvað svo stór og gáfuð og falleg og fyndin.

Var ég búin að segja frá því að ég er með áhyggjur af því að búnglingurinn eigi eftir að þroskast fram úr mér?

Reyndar kom búnglingurinn okkur all svakalega á óvart með enn nýrri hegðunartýpu. Sú hegðunartýpa er mér að skapi því einn morguninn rönkuðum við morgunsúru (Bústýra og Bóndi) við okkur og hann var kominn á fætur og búinn að klæða litla bróður í fötin og gefa honum morgunmat. Hann tjáði oss síðan að hann  væri með aðferð til að vakna, án vekjaraklukku, klukkan hálf sjö og það sagðist hann ætla að gera morguninn eftir. Það gerði hann, rak systur sína á lappir, bjó til nesti og dreif þau út á réttum tíma. Við steinlágum ennþá klukkan 10.

Já, ég get ekki séð annað en búng og únglingsár ætli að verða spennandi tími, rétt eins og þegar börn eru á Örverpis aldri, þau segja svo margt svo frábært og æðislegt og meinaða alveg frá hjartanu. Eins og þegar þau hneykslast á kellingunni með rosalega stóra rassinn í hraðbankanum eða þegar þau segja “mamma, þú ert svo falleg”.

Hér er dekurbarnið, hann fæddist bara sem dekurbarn, það er ekkert sem ég get gert í því.

Desember 2006

Desember 2010