Þessi þorir bara ekki niður.  Stuttu fyrr voru þeir tveir þarna alveg eins, á þakinu að slást. Hann var s.s uppá þakinu á húsinu sem enginn sér frá götunni, það er fyrir neðan mig, eða altsvo ég sé það útum gluggann minn. Húsið hefur ábyggilega verið byggt áður en flest önnur hús hér í Gamla Vesturbæ. Var kannski einusinn fallegt hús við sjóinn, en núna er það bara umvafið allskonar húsasamstæðum, hringtorgi, barnaskóla og JL húsinu.

Íbúarnir eru eitthvað fyrir það að safna sé ég síðan héðan úr svefnherbergisstofunni minni. Það er alveg margra mánaða haugur af rusli og nokkur sundurtekin húsgögn. Húsgögnin hafa þau ábyggilega keypt af Barnalandi.

Ég get ekki þolað Barnaland og held að innan skamms hljóti ormar og rottur að byrja að flæða úr þessum ruslahaug.. talandi um rottur, þá vorum við, ég og nýji eiginmaður minn í Laugardalslauginni í morgun og þar var einmitt rotta að baða sig.. eða nei, ég lýg því nú, hún var ekki að baða sig heldur spásséra þarna um. FUSS.