Ég veit ekki…ætli svona aðal símafyrirtækjum sé það í blóð borið að rukka öfugt? Flækja málin og gera vesen.

Ég er semsagt búin að sækja um síma alveg, meira að segja búin að deila númerinu með nokkrum stofnunum hér í landi. Það er vika síðan ég keypti heimanúmer og gsm númer…Frelsi í útlöndum orðið glóandi (það hefur verið stofnaður stuðningsreikningur í bankanum, feel free ). Í dag fékk ég svo reikning frá Tdc, svona Síminn.is Danmerkur. Það var aldeilis 1000kr dönskum hærra en hafði verið rætt um og áður þótti mér nóg um…fokkettífokk. Ég brunaði niðureftir, enn einu sinni og reyndi að baula á minni ágætu íslENSKU að þetta gæti ekki staðist, að ég hefði aldeilis kannað það hvað þetta átti að kosta fyrirfram, sem ég gerði, ég spurði og spurði.
Eníhú, þá var það þannig að eitthvað aukadótarí var inná reikningnum..vantar einhverjum Breiðbandstengingu og breiðbandssíma?? ég er með tvö sett, fer á hæsta tilboði.
Þá fæ ég netsamband og síma á mánudaginn í staðinn fyrir í dag.
Fyrirhuguð er góssferð á morgun….mjööög spennandi.