Hef verið að spekúlera í því undanfarið afhverju mér finnst svona gaman og gott að hekla og prjóna. Ég held að taktfestan sem fylgir því að vinna í höndunum sé málið. Bara svona dett inní eitthvað þar sem hugsanirnar leysa úr sjálfum sér og allt bara virkar einhvernveginn betra.

Þá fór ég að hugsa útí hvað það er rökrétt fyrir mig að finnast taktfesta svona æðisleg. Ég hef, þegar ég lít yfir, alltaf leitað í eitthvað með takti. Ég æfði sund sem krakki, sem er mjög taktfast, bæði með líkamshreyfingum og öndun. Svo hef ég í langa tíð stundað yoga, sem er líka mjög taktfast, með líkamshreyfingum og öndun. Líður varla betur en þegar ég spila á rörið góða og enn betur þegar ég spila með öðrum, sakna blæserensemblet úti alveg gasalega, er ennþá að hugsa um hvað  það var æðisgengin tilfinning að spila með litlum hóp af blásurum á öllum aldri. Svo gott að finna andadráttinn minn sameinast andadrætti annarra og einhvern veginn lyfta okkur saman inní Núið og nær sannleikanum. Að fara í yoga tíma gerir nákvæmlega það sama.

Það er svipuð tilfinning að sitja og hekla með öðrum. Þarf ekkert að segja en getum samt talað um allt og ekkert. Mér finnst það svo mikilvægt, að geta þagað með fólki.

Lord hvað ég sakna þess að yoga. Hef sjaldan átt í eins góðu sambandi við sjálfa mig eins og þegar ég yoga. Hlakka alveg pípandi mikið til að byrja aftur. Og vonandi byrja að kenna aftur.

Annars, eftir alveg rosalega langan tíma, heilu pípulagningar og múrara-aðgerðirnar hér á litla klósettinu og alveg gargandi pirrandi augnablik, þegar ég geng fram hjá þessum bansetta glugga sem ég ætlaði að vera búin að hekla gardínu fyrir, fyrir löngu, þá kláraði ég það um daginn!