Þetta er minn hjólhestur. Hann er orðinn eins og bara extra útlimur á mér. Ég fer hvergi án hans. Ég dreg hann með mér út um allar trissur. Ég er eiginlega pínu skotin í honum. Verst er að hann verður 4 ára í sumar, þá meina ég með tilliti til slits vegna notkunar. Ég er samt búin að skipta út hnakknum, dekkjunum, bjöllunni og vantar handföngin en þau eru dottin af. Og svo er orðið mega erfitt að hjóla því það er komið að viðgerð á aftur dekki aftur.

EN, hvað er ég að kvarta?? Aumingja sá sem þarf að hjóla með þetta. Tvö börn að aftan og svo innkaup í kassa að framan. Ég man að ég var með Sindra (man það því það var bara fyrir hálfu ári) aftan á hjólinu mínu og þurfti að notast við sérstakar stellingar við að koma innkaupunum og honum á hjólið svo ekkert myndi detta. En töff hjól mætti segja.

Og það var alveg svona kallt í fyrra. Við finnum að þetta er að gerast og þessvegna er ég búin að fara niðrí geymslu að ná í vetrar flíkurnar. Akkúrat núna er samt sólin að skína beint á mig og ég ætla að setja upp sólbrillurnar á leiðinni í yoga hér rétt eftir smá.

Þarna er síðan draumafákurinn. Þá þessi frábærlega sægrænblái fákur(ég get ekki notað orðið túrkís..það fer í taugarnar á mér). Ég hjóla framhjá honum á hverjum degi á leið til vinnu en mér til mikilla leiðinda þá er hann horfinn úr rekkanum. Súrt maður.

Fyndið er að í búð á Frederiksberg liggja skór og í búð á Kaupmagergade liggur yfirhöfn sem mig langar í, akkúrat í sama lit! Hvernig verð ég eiginlega þegar ég er búin að særa allt þetta til mín… Ég yrði klárlega að fá mér húfu í stíl og setja væna slummu af augnskugga í sægrænblásanseruðum.