Ég er að reyna að kreista uppúr mér eitthvað til að skrifa. Held mig langi til að tala um hvað það er fáránlegt hvað ég duga stutt. Það var í gær að ég gafst uppá að vera leitandi eftir sambandi. Staðreyndin að ég var einusinni að leita er í fullkomnu samræmi við hversu öfugsnúin ég er. Ég vill ekkert fara í neitt samband, ég er ekki að leita mér að lífsförunauti akkúrat núna nema hann heiti ég. Ég hef allt annað plan á könnunni heldur en að  byrja að búa með öðrum. Reyndar bý ég með öðrum og ef eiginkona mín væri ekki sjálf upptekin myndi ég örugglega fara út í búð og kaupa handa okkur trúlofunarhring.

Það virðist vera mynstur hjá mér að rembast eins og rjúpan við staurinn við það sem ég held að ég eigi að vera að gera en ekki við það sem mig langar að gera. Mér er sagt að maður eigi alveg að geta gert það sem manni finnst gaman og lifað á því. Ég stefni amk að því. Ég er að reyna að segja að það fer ekki saman það sem hausinn á mér heldur að eigi að gerast og hvað hjartað mitt veit að þarf að gerast.

Held það sé því maður er oft hræddur við að gera það sem ekki mun falla eins og flís við rass normsins, sem maður sjálfur heldur að sé normið.. enginn veit almennilega hvað normið er reyndar, svo það er kannski bara eitthvað sem er búið til af manni sjálfum í samanburðargeðveiki við annað fólk og gerðir þess.

Planið er að breyta um líf. Já, ég sagði það,… breyta um líf. Þú kannt að hvá og frussa á lyklaborðið þitt yfir því hvað það sé kannski ekki hægt að breyta um líf. Ég er að segja þér það hér og nú að það er víst hægt. Ég hef gert það reyndar að nokkru leiti og nú er tími til kominn að taka annað skref. Maður breytir ekki um líf bara sí svona. Nei, þetta þarf að plana og pæla út. Eða bara treysta sínum Æðri og fljóta með :) Treysta að maður verði leiddur á þær götur sem manni er ætlað að ganga.

Eitt var um daginn að ég sá og það var að ég hafði verið reið í arfa mörg ár (yfir öllu mögulegu). Alveg uppstoppuð af reiði. Nú hefur verið flett af mér reiðinni og eftir stendur ekki ótrúlega og frábærlega hamingjusöm manneskja eins og maður hefði haldið þegar búið er að rúa mann reiðinni inn að skinni, heldur hefur reiðin breyst í ýkta sorgar tilfinningu. Ég er ekki viss um afhverju nákvæmlega ég finn fyrir svona mikilli sorg.. ok ég er ekkert grenjandi allan daginn.. ég er jú fabulous og hef það ekki þannig, heldur kemur þetta upp við og við. Merkilegt að ef maður fer að grúska í sér sjálfum hvað dúkkar uppá yfirborðið. Allt  – bæði gott og vont.

Og bati er ekki endilega eitthvað sem fylgir ótrúlega frábærlega þægileg tilfinning.. bati er jú bara ferðalag frá botninum og upp og allt sem maður hittir á bata leiðinni er ekki endilega rosalega pleasant.. margt meira að segja úber ömurlegt. En þegar maður fleytist síðan yfir þetta þá finnur maður fyrir sínu sanna hjarta og sjálfum sér á öllum tilverustigum. ÞAÐ er tilfinning til að lifa fyrir.

Þetta varð aldeilis random röfl póstur, næsta skref í lífsbreytingum er að setja niður á blað hvernig ég vel að hafa það. Segi kannski frá því síðar.. get sagt að mig langar óskaplega ekki til að vera svona upptekin, væri til í að vera í fríi og leika mér um tíma.