Ok! Fart!

Alltaf þegar ég reyni að vera eitthvað annað en ég er, mistekst allt alveg hroðalega. Mér fannst hún vinkona mín sem gerir áskoranir í hverjum mánuði vera svo sæt og sniðug og ótrúlega flott að geta gert svona, agað sjálfa sig og stigið upp sem betri manneskja.

Hvað veit ég um það hvort hún er betri manneskja? Nákvæmlega ekki neitt, en ég er ekkert eins og hún. Held að niðurstaða áskorunar verkefnisins verði að vera sú að ég get ekki haldið mig við að framkvæma fyrir fram ákveðna hluti. Ekki einusinni viku efitr viku.

Ég verð að taka þetta öðruvísi, þá að kenna sjálfri mér að vera viljasterk.

Ég er að vísu mjög viljasterk. Ég get í alvöru viljað til mín ótrúlegustu hluti og atburði, hef marg gert það.

Bömmer. Leiðinlegt að vera lúser. Hvað þarf eiginlega til að ég skilji hvernig ég er?.. látum okkur sjá:

  • Ég ætlaði einusinni að verða naglafræðingur.. hvað í helv.. er það eiginlega.. naglafræðingur!! Ég lærði að setja gervineglur á fólk, en gat ekki hugsað mér að vera með slíkan ófögnuð á eigin nöglum. Sennilega finnst ekkert meira óþægilegt, að mér finnst, en gervineglur ofan á venjulegu nöglunum mínum. Ég vil ekki einusinni hafa langar venjulegar neglur.
  • Ég ætlaði líka að verða hárgreiðsludama. Hefur einhver séð á mér hárið? Þykir mér gaman að gera fínt í hárið á mér og öðrum?..Nei.
  • Ég ætlaði síðan að verða skrifstofutæknir. Jámm og fór í skóla þess efnis. Gefst mér vel að reikna? Ekki svo. Skildi ég, allan tíman sem ég var í náminu, hvernig debet og kredit virkar? Nei. Alls ekki.
  • Ég ætlaði einusinni að verða stúdent. Fyrst af sálfræðilínu, þá af félagsfræðilínu, svo af sálfræðilínu aftur, þá af hárgreiðslubraut og svo af hönnunarbraut. Ég er ekki enn orðin stúdent.
  • Ég ætlaði síðan að verða margmiðlunarhönnuður, kláraði það svosum.
  • Ég ætlaði síðan að verða nuddari. Lord! Þvílík hugdetta.
  • Sigh, tölum ekki um allt annað sem ég ætlaði að gera en gerði svo ekki.

Það munu verða hlutir eins og:

  • Ég ætlaði að taka eina mynd á dag í ár. Held að ég hafi ekki tekið eina einsustu mynd.
  • Ég ætlaði að mála mynd á hverjum degi. Hvaða þá 3 barna móður með fullt fang af vinnu og heimilisverkum dettur svona í hug?
  • Þá ætlaði ég að gera eitthvað á hverjum mánuði, design pr day, með þema á hverjum mánuði. Gerði heilan mánuð, það var gaman og alveg flott en svo eru ennþá, 4 eða 5 árum síðar, 11 mánuðir efitr.
  • Það eru milljón svona hlutir eftir til að telja upp, en klukkan er að verða 03 og ég nenni því ekki.

Ó mig auma.

Lærdóminn sem ég verð að draga af þessu hlýtur að vera:

  1. Ég hef í raun og veru engan áhuga á að gera eitthvað svona, árs löng verkefni. Ég missi alltaf áhugann.
  2. Ég verð að vera annaðhvort alveg viss um að það sem ég ætla að gera sé það sem ég vil, eða það kemur af sjálfu sér, það er oftast best. Þegar hlutirnir bara gerast.
  3. Ég VERÐ að hætta að ætla að gera eitthvað svona, gera það svo ekki og líða eins og lúser þegar það ekki hefst.
  4. Já.. og hananú.

Ég verð líka að fara að snúa henni Bjútíbínu við. Gengur ekki að hún fari að sofa klukkan að verða 3 og ég drattast ekki framúr fyrr en á hádegi. Þá er maður sko ekki þreyttur kl 03 næstu nótt.