Bóndinn er í prófi í dag. Hann varð svo spenntur að hann fékk hálsbólgu allan hringinn og hélt mér vakandi í fyrrinótt með kuldaskelfingum.. í gær svaf hann næstum allan daginn, en hann álpaðist jú í skólann þar sem hann er svo góður nemandi.  Þar sem hann var sofandi í allan gærdag þá þurfti ég (já eymingja ég) að sjá um heimilið, það er ekki vandamálið heldur að ég þurfti líka að læra og gera það sem ég á að vera að gera og það gerði mig svo vakandi að ég náði ekki að sofna fyrr en 3 og þá er segin saga að það vaknar einhver ef ekki einn af öðrum, þið vitið, gamla sagan enn og aftur. Þessvegna er ég þreytt en Bóndinn úthvíldur.

Óskum honum góðs gengis í prófinu.