Er hann fluttur út aftur? og með allt sem hann á í hjólinu mínu og á bakinu sínu?.. niiii,  við vorum að sækja útilegudótið Frumburðar. Það sem mér finnst skemmtilegt við skólann hérna er að þau í 3.x (jafngildir 4. bekk á ísl) fóru í hjólreiðaferðalag og gistu í shelter, ég veit því miður ekki alveg hvað shelter er en held að það sé  s.s einskonar úti skjól, þannig. Frumurðurinn kom fullorðnari heim en alveg haugskítugur og lyktaði eins og kveikt hefði verið í honum.. en það var jú kveikt bál um kvöldið til að halda á sér hita, kennarar hans hljóta bara að vera einhver útgáfa af skátum. Það sem mér finnst skemmtilegt við  þessa mynd er að það eru tvö börn í kerrunni og einhverjar töskur, taska á böglaberanum á hjólinu, taksa á böglaberanum á Bóndanum og líka e-h í körfunni..

og við bættist drykkjarföng. Ég þurfti í staðinn fyrir að hljóla með þyngslin öll að hjóla með hnakk uppí mínum æðri enda..

Ertu að átta þig á þessu.. uppí rassgati. Útilegufarinn þarna við hlið mér….hvar er hjálmurinn hans eiginlega??

Pottormar í fýlu í aftaníkerrunni. Þetta þó ekki í sömu heimferð og þarna að ofan. Ég á frekar skemmtilegt myndband af  Hinu Fíbblinu sem er aðdragandi að því að hún hlunkaðist þarna þar sem hún situr á myndinni.. ég ætla að sýna henni það þegar hún er orðin aðeins eldri eða ef mér tekst ekki að hrista úr henni frekjuna. Já, ég sé að það gæti verið erfitt fyrir hana að eiga frekari mömmu en hún er sjálf, það hlýtur að vera rosalegur barningur fyrir barn að eiga þannig uppalanda.

Örverpi á tvo bestu vini. Þeir eru Casper, sem er innan við Örverpið og Victor. Þeir Casper og Victor eru báðir jafngamlir Örverpinu en báðir líka alveg höfðinu minni. Þeir eru allir eitthvað svo miklar rúsínubollur.

Fékk þessa mynd senda frá Bóndanum þegar hann var að pikka upp á leikskólanum í fyrradag… þetta ku vera dauð mús sem snákur er að éta. Snákurinn var s.s í heimsókn á leikskóla Örverpisins. Nú, Örverpið er kannski hávaxinn og þykkur drengur en hann er með alveg brjálað lítið hjarta og þolir ekki að neinum sé gert mein og sparar ekki gullhamrana, ég veit að amma Lóa hefur fengið falleg komment á stuttermabolinn sinn (amma, þú ert svo falleg í þessum kjól) og ég fæ að heyra það mjög oft að ég sé svo fín og falleg, sem ég er náttúrulega, bara gott að heyra það.

Kremja músina. Aftur að Örverpinu og hans ekki svo stóra hjarta. Hann endurtekur hér að músin hafi nú þegar verið dauð, það sé ekki þannig að snákurinn hafi drepið músina  fyrir framan augun á honum!

Hér um daginn var frábært veður. Það var skínandi sól og svo kom rigning, næstum eins og úr engu skýi.  En það bjó til þennan líka fallega regnboga sem ég enganveginn náði góðri mynd af. En hann var sá skærasti sem ég hef séð og alveg heill og ég sá í báða endana á honum og svo var annar fyrir ofan, líka heill en aðeins ljósari.

Örverpi hafði haft orð á því fyrr um daginn að hann hefði aldrei séð gggrrrrænbú (regnbue/regnbogi). Og svo heppilega vildi til að ósk hans um að sjá regnbogann rættist einmitt þennan dag. Hann var alveg óður í glugganum þegar ég kom heim, rennandi blaut úr rigningunni, og ég varð að koma að glugganaum ca 100 sinnum til að sjá fyrst regnbogann og svo að hann hafði brotnað og svo að hann væri að hverfa og mismunandi stig af hvarfi regnbogans frá sjónum hans.

Við ræddum síðan aðeins um hvernig maður má óska sér ef maður kemst undir regnbogann og svo um gullpottinn sem er víst við endann á honum. Ekki fatta ég að ég sá hann ekki þó ég sá í báða endana..

Ennþá er Örverpi að ræða regnbogann og gullpottinn. Hann sagði síðan uppúr eins manns hljóði að við hefðum átt að fara til ömmu ggggRrrögnu, nei.. gullpottinn á ggggrrrejnbúön.. það sást langar leiðir að hann var að hugsa um bara einhvern fallegan stað, hvort það er í fanginu á ömmu Rögnu eða að velta sér uppúr gullpeningum við enda regnbogans.

Karate Kid. Eldri hafa hafið æfingar í karate hér í Karateskóla Amager. Við hendumst þangað með strætó og á ferðinni frá karate að skýlinu voru þau bæði í sýnum eigin heimi. Frumburður framkvæmdi allskyns svúmm, svisss og spark hljóð. Hitt Fíbblið tók hvert annað flugsparkið af fætur öðru og hentist síðan í hrúgu af trjá greinum og greip eina þykka og braut hana í tvennt á hnénu á sér..

Þetta var eiginlega pínu fyndið. Þau sögðu ekkert en löbbuðu algerlega hver í sínum heimi í strætó.

Nýtum líka síðsumardagana í að grilla og eitthvað. Við höldum okkur í hæfilegri fjarlægð eða á öruggum stað.

eða lesum Elías. Ég ætlaði síðan að herma og bauð þeim að ég myndi lesa Elías, en það mátti ég ekki, það er ekki það sama.

Eða baka, en þar mátti ég vera með. Hitt Fíbblið er ekki bara góð í karate og að vera með mega stórt hugmyndaflug heldur líka í að baka kex.

Kexið var mjög gott og vel skreytt.

Þau fengu leyfi til að eyða peningum í Kvickly. Örverpið keypti þennan pakka og tilkynnti mér að hann væri strákurinn á myndinni og ég væri konan.

Við tökum ekki oft af okkur mynd saman, en það hefur gerst. Áttaði mig á að við höfum þekkt hvort annað núna í rétt tæpan helming af okkar lífi, flestum tilfellum sem kærustupar en í aðra tíma sem rigtig góðir vinir.

Fyrir þúsund árum síðan þegar Bóndi bjó ennþá heima á hótel Mömmu, þetta er fyrir hvorki meira né minna en 14 árum síðan á balli í Félagsheimlinu

Fyrir 4 árum síðan á Roskilde..

Og bara núna í fyrradag með myndavélasvipinn uppsettan hér í svalahurðinni bara.