Það hlítur að vera ánægjulegra að vera veðurfræðingur í öðrum löndum en á Íslandi. Það er örugglega betra fyrir þá sem elska að hafa rétt fyrir sér öllu heldur að vera veðurfræðingar í öðrum löndum en á Íslandi. Hér hefur svo sannarlega staðist að veðrið hefur verið nákvæmlega eins á kortinu sem ég póstaði síðast.

Númm, dregið hefur til tíðinda og er flutningar áætlaðir í fyrramálið. Ég hef að sjálfsögðu fengið mér einkabílstjóra. Planið er þannig að við Aldís og Brynjar mitt nýja uppáhalds fólk byrjum að bera hér niður búslóðina (bús lóðina…bú slóðina..) klukkan stundvíslega 9:00. Eða fyrst fer ég með Örverpið mitt sæta og skemmtilega á leikskólann. Svo þegar við erum búin að einoka lyftuna og hlussast niður með draslið þá förum við Aldís í leiðangur í austurhluta borgarinnr og sækjum bíl sem ég tók á leigu. Hún keyrir. Ég segi til um hvaða götur hún á að keyra. Á meðan hvílir Brynjar því svo komum við aftur og hlöðum bílinn og keyrum eins margar ferðir niðrá (eða ætti ég að segja uppá..vegna óheyrilegs fjölda trappa þarna upp) Englandsveg. Þá affermum við bílinn og Brynjar passar og við förum aftur til baka og náum í meira dót. Númm, klukkan 14 kemur svo lyfta sem ég fann í dag á ásættanlegu verði og kemur til með að vera í sirka 2 tíma og rúlla upp um svalirnar því stærsta og þyngsta..afganginn berum við svo upp. Ef við verðum ekki búin fyrir 4 fáum við pínu extra hjálp frá Arnari Heimi sem hvort eð er á leið framhjá úr vinnunni.

Þannig að þetta er allt að ganga hérna.