image

Enginn veit hvað misst hefur fyrr en hann fékk það skyndilega.

Pláss er það sem ég tala um. Við keyptum ekkert rosalega stórt hús hér í fyrirheitnalandinu en  það er samt mikið stærra en það sem við höfum búið í síðustu árin.. já eða alltaf.

Hér er svo mikil víðaátta pláss miðað við fyrri búsetur (þarf ekki að nefna þetta með frímerkið sem við bjuggum í á Vesturvallagötunni) að það er erfitt fyrir erfingjana að eiga við það að dreifa sér um plássið. Þau sogast að mér eins og mý að mykjuskán, ég sem hafði hlakkað svo til að vera í friði, en samt með þau innan sjónmáls svo ég geti fylgst með. Í hæfilegri fjarlægð svo ég þyrfti ekki að þýða allt sem er að gerast í tölvuleiknum yfir á íslensku, svo ég heyrði þau ekki karpa og kíta, svo ég hefði umrætt pláss til þess að geta bæði andað í og hugsað án þess að anda að mér útúr öðrum og hugsa hugsanir annarra.

Hér í Keflavík er alveg brjálæðislega gott veður. Rugli líkast.