Það er ekkert grína að gerast meðlimur Félagsbúsins skal ég þér segja. Ströng inntökupróf verður að þreyta og útkoman verður að vera mjög góð til þess að viðkomandi eigi einu sinni séns. Prófin eru líkamleg, andleg og þrifleg.

Einn af þeim sem þreytti prófið stóð sig frábærlega og fékk hann inngöngu og sérherbergi á ganginum, fyrir framan fatahengið. Sá hefur afburða hæfileika sem við hin erum ekki gædd, hann getur nefnilega flogið og flautuleikur minn roðnar við hliðina á framburði hljóða hjá hinum nýja.  Andlegur tilgangur hans er augljós.

Hann hefur fengið nafnið Luke (Lúk… eins og í Luke Skywalker) og er grænn páfagaukur. Reyndar er hann eitthvað annað sem allir yngri en 10 ára geta borði fram en fyrir mér er hann bara páfagaukur.

Þessi umræða hefur átt sér langan aðdraganda, já eða síðan Gummi var 2 daga liggur mér við að segja. Gummi er sérlega hrifinn af gæludýrum og á nokkur hjá hinum pabba sínum og er iðulega mjög fýldur yfir að geta ekki hitt þau oftar. Og umræðan, fyrst við ekki höfum leyfi til að fá okkur hund, hefur þá snúist um páfagauk, hamstur, rottu, mús eða önnur lyktandi smádýr. Þar sem ég hef persónulega reynslu af páfagaukum og finnst lykt af hömstrum og þannig alveg geðveikt óþægileg þá talaði ég lýðinn inná að hér yrði fenginn páfagaukur ef eitthvað yrði. Svo leið og beið pínu.. og svo byrjaði það aftur og þar sem ég vill ekki að börnin mín verði af því að þykja vænt um og sjá um dýr af einhverju tagi þá samþykktum við að EINHVERNT’IMA yrði hér páfagaukur. Svo varða að ég var að rölta í Amager Center að ég ákvað að kíkja í dýrabúðina þar og sjá hvað svona lagað kostar. Mér til mikillar lukku (fyrir hönd barnanna..mig sjálfa langar ekkert að hafa einhvern and**** gauk hér sem er með bæði háfaða samur og ruslar korni um alla íbúð) þá var þar til sölu notað búr með öllu í sem þurfti á mikið minna en hálfvirði samskonar búra sem voru ný. VAR ég ekki heppin? Svo ég keypti það.

Og svo var farið í leiðangur. Reyndar var leiðangurinn farinn til að eyða hluta af afmælisfé barnanna. Rökin sem voru notuð á mig, til að fá þann leiðangur í gegn var að afmælispeningar væru jú til þess gerðir að kaupa sér afmælisgjöf og að Sunneva hefði verið búin að bíða síðan í október á síðasta ári með að komast í búð og kaupa fyrir sinn pening, það mætti halda að við byggjum  á Látrabjargi og færum aldrei í bæjarferð. Þannig að þar sem ég var bara nokkuð góð á því þá ákvað ég að nú færum við.

Gummi keypti sér Star Wars lego þar sem Bakugan var ekki til (nei…ég veit sko ekkert né skil  hvað hvorugt af þessu er eða hvernig það virkar). Sunneva keypti sér dót í safnið af einhverju sem ég veit ekki hvað heitir en það eru lítil dýr með haus fimmfaldan af stærð búksins. Og Sindri.. hann keypti sér  pa a plí ea paraply já eða regnhlíf.

Regnhlífin hefur verið með oss allar götur síðan  og var hann svo heppinn að hér mígrignir í dag. Við fórum á laugardagsskóla hjá krökkunum áðan og þar kom hún að góðum notum. Ég þyrfti hinsvegar að komast í tæri við þann sem fékk þá hugljómun um að laugardagsskóli væri góð hugmynd og lúskra á honum aðeins, tek Albísi Drynjólfs með mér.

Að leiðangrinum aftur. Við enduðum leiðangurinn s.s á því að fara í dýrabúðina og taka með okkur einn karlkyns páfagauksunga.

dsc_00041

Hann er voða sætur auðvitað. Hann er óþekkur og athyglissjúkur. Okkur var leiðbeint að ef við myndum vilja temja hann þá ætti ekki að kaupa handa honum neitt dót og engan spegil.

Hann var með hraðan andadrátt í allan gærdag og sat sem fastast á botni búrsins. Í dag er hann trúlega búinn að gleyma óförum sínum í gær, þegar honum var troðið í lítinn kassa og þrjú gargandi börn trompuðu með hann heim til sín í ekki logninu. Í dag hefur hann s.s fært sig heldur betur uppá skaftið og var búinn að róta öllu korninu uppúr matkassanum þegar ég kom heim. Ryksugan er örugglega ekki á leiðinni á sinn stað neitt, nema hennar staður sé núna í fatahenginu líka.

Hér er Bóndi byrjaður að munda eldavélina, þó hann hafi beðið mig um það. Og Aldís fór á stóra gula bílnum sínum að sækja Brynjar og koma svo hingað og éta mat og horfa á júró, eða, við horfum á það ef við höfum þolinmæði yfir öllum aulahrollinum sem við eigum eftir að fá yfir þessu.