Ég vildi svo mikið að ég hefði eitthvað gáfulegt, eða kannski eitthvað pínu fyndið að segja. En einhvern veginn er það ekki þannig, haha. Ég er alveg tóm í hausnum. Mér hafa dottið, sem og svo oft áður, milljón og sjö hlutir í hug, svona á hjólinu og þannig, en ég man ekkert af þeim.

Eina sem ég hef að gefa núna eru myndir úr bæjarferð okkar Bónda, bæjarferð allaleið í danska Góða Hirðinn. En þar fundum við forláta skáp sem hafði leiðbeiningar inná hurðinni um hvernig ætti að gera bindishnút. Ég held að skápinn hafi átt fráskilinn karl sem kunni að bjargasér.

Og í einu dökku …eða bara mjög björtu, í dagsljósi og öllu, er þessa forláta nuddstofu, eða ætti ég að segja.. “nuddstofu” að finna. Þetta er alls ekkert grunsamlegt eða eðlilegt.  Langur stigi uppí bráðabirgða utanábyggðan inngang að lofti á húsi sem er að detta í sundur. Það liggur við að ég panti mér tíma í nudd bara svona til að kíkja á aðstöðuna.

Svo hef ég ekki annað að tala um en veðrið. Hér er veður vott og spáð snjótímabili aftur. Mér finnst ekkert um það og er löngu komin með nóg af öllum þessum kulda. Í dag var ég heppin að steypast ekki út af freknum í formi marbletta eftir haglélið sem ég þurfti að brjótast í gegnum á hjólinu á leið til vinnu. Ég kann ekki að meta að þurfa að púla jafnmikið niður brúna eins og upp hana.

Og hananú.