Ég veit ég á eftir að setja inn jólamyndirnar. Ég er bara svo mikið að hugsa að hausinn á mér er bara alveg við það að gjósa. Mér finnst tímamót þar sem ég þarf að taka stórar ákvarðanir sem eru mér ekki að skapi, vera leiðinleg.

Þetta truflar mig svo mikið að ég hef eytt dýrmætum tíma sem annars átti að fara í að vera í jólafríi og jafnvel að læra fyrir prófið sem aðeins er eftir tvær vikur í akkúrat ekki neitt.

Það eina sem mér er fært að gera núna er að endurraða bókum og munda tuskuna sem og að hanga á internetinu lífvana í framan og með steiktan heila. Hljómar spennandi og jólamyndirnar koma bráðlega, kannski bara hátíðar myndir eftir áramót..hver veit.

Hér er kuldi og aftur kuldi. Við eigum nóg af hori, þarf einhver afleggjara?