OK! Kræst.

A) Á ég að gefast upp, fara að grenja og láta þennan krakkalýð sjá um sig sjálfan, vera ólærðan, óþrifinn og illa kurteisan, eða..

B) ..breytast í farking nasista móður og vera hötuð. Já, hötuð! Og það yrði aldrei gaman með mér, aldrei.

Ef ég vel kost A, þá myndi sennilega læðast að mér einhverskonar sorg yfir því að hafa ekki pínt þau til að verða að manni. Ef ég vel B, verða þau amk viti borin og ekki illa lyktandi, en ég verð hötuð. Hötuð á hverjum degi á meðan ég geri húsverk. Það er tótal tilhlökkunar efni.

Ég verð að velja. Annars missi ég vitið!

Svo svona til sidst, þá finnst mér bara ógisslega flókið að vera foreldri. Mér finnst þetta ekki alltaf vera kommon sens, ég nenni ekki að við halda einhverju umbunarkerfi (ég er með eitt í gangi núna samt.. ) ég er bara þeirrar skoðunar að börn eigi að hlýða án þess að fá verðlaun fyrir það.

Ég er aftur komin með ískrandi óþol fyrir eigin rödd.. bara tveim dögum síðar.