Neihh..auðvitað eru ekkert neinir nýjir tímar hér. Fólk vill kannski halda það, en það er ekki þannig, því að grafa yfir vandamálin og góla “nýjir tímar, nýjir tímar” ?

Nóg af svartsýni í bili. Verð nú að segja að ef það er rétt að fólk velji sér foreldra áður en það fæðist að þá höfum við Þorvaldur verið alveg óhemju gáfuð alveg áður en við náðum því stigi að vera úr blauti barnsbeini. :)

dsc_00011

Sumir dagar eru svo manískir og aðrir eru svo langt frá því að vera það.. ég átti mjög maníska daga um helgina, eða alveg þangað til í morgun, fáránlega…og þá meina ég FÁRÁNLEGA snemma (5:30).

Myndin að ofan er af veggnum fyrir ofan aðalbækistöð mína. Þarna kennaratyggjóaði ég öll póstkortin sem við höfum viðað að okkur á ferð vorri um Ísland, Danmörk, París og eitthvað er þarna frá Þýskalandi. Mér finnst þetta rosalega kúl og er núna að safna svo ég geti fyllt vegginn.

Í maníukasti mínu finnst mér ekki að bolludagurinn geti með réttu verið í dag. Það var jú í gær sem ég stóð yfir pott helvítinu og ofninum og bakaði og bakaði vatnsdeigsbollur. Ég byrjaði klukkan 9 um morgunin og hætti ekki fyrr en klukkan 17. Nei, ég bakaði ekki þúsund bollur og leikurinn var heldur ekki til þess gerður að selja bollurnar nágrönnunum þar sem við erum svo á hvínandi kúpunni. Nei, ég fékk þá hugmynd að ég skyldi baka álvöru bollur fyrir börnin í bekkjum krakkanna. Það þurfti bara að baka um 50 bollur en þar sem alkunna er að ég er ótrúlega ekki eldhús væn að auðvitað hlaut það að fara öðruvísi en átti. Ég held að ég hafi bara skemmt 4 skammta, annaðhvort með því að baka of lítið eða svindla og ætla bara að bræða smjörið í vatninu en ekki sjóða það veeeel saman. Svo stóð í uppskriftinni að baka ætti þar til bollan væri þurr í gegn, það tók alveg næstum klukku tíma í okkar ofni. Og þar sem mér líkar ekki við að eyða tímanum í að standa fyrir framan ofninn og bíða þá reyndi ég að nýta tímann og bjó til vopn (kryddbrauð sem ég gleymdi í ofninum),  færði fórnir (reif lak í tuskur og viskastykki) og þreif og endurskipulagði alla stofuna og innviði hennar.  Og á milli henti ég auðvitað í allar bollu skammirnar. Á endanum tók ég eftir því að ég hafði ekkert talið bollurnar og í allt hef ég trúlega bakað um 100 bollur, með þeim sem eyðilögðust. Það var því nóg að fara með í bekkina í morgun. Með bollunum sendi ég smá bréf, þar sem í stóð eitthvað um bollu, sprengi og öskudaginn á Íslandi og ég gerðist meira að segja svo kúl að ég saumaði, í höndunum (voðalega er ég forn..hehe) tvo öskupoka til að krakkarnir gætu séð. Já, þó að bakara ofninn hefði stoppað klukkan 17, eða þá hætti ég að nota hann, Bóndinn tók við og setti ket í hann þá… þá var mínum degi langt frá því að vera lokið. Eftir allan baksturinn fór ég á hljonstaræingu (aftur..hljómsveitar æfingu) og þegar ég kom heim sat hér reyttur Bóndi yfir verkefni sem hann skilaði í dag. Í bland við að ræða við Aldísi heimsmálin, liggja á Facebook og  semja texta um bollu, sprengi og öskudag á dönsku hjálpaði ég Bóndanum með verkefnið, en bara svona að snyrta textann útlitslega séð. Og þegar það var búið larfaðist hann inní rúm þar sem Sindri var búinn að sofa órólegur allt kvöldið og lak útaf. Ég tók þá nálina í hendur og bjó til öskupokana. Já, geðveikin veður alveg uppi hjá mér núna. Klukkan 3 síðustu nótt, hugsaði ég með mér að það tæki því ekki að fara úr fötunum ég gæti bara lagt mig í tvo tíma eða svo. Ég lagðist uppí, var vakin tvisvar á meðan ég svaf í þessa tvo skíta tíma og fór svo á fæturnar aftur 5:30 til að búninga börnin og rjóma bollurnar. Og svo…eftir allan þennan dugnað, er ég veik. Eða veik og ekki veik, ég fékk mini hálsbólgu og leiðinda fótaverki svo ég er búin að halda mig aumingja megin í dag.

Hér eru hinsvegar myndir frá síðustu dögum. Sumar eru eitthvað skrítnar í lögun, en það verður að hafa það þar til ég nenni að laga það.