dsc_0008

Þetta er græna þruman. Á þessu tryllitæki mun Bóndinn geysast um stræti stórborgar þegar hann er búinn að gera við það, það er að segja. Hjólið er pínu svalt sko. Ég er samt ekki viss um að ég fái ekki kannski pínu vandræðahroll ef ég þarf að hjóla við hliðina á honum þar sem margir eru.

Það er búið að vera alveg ótrúlega gott veður hér. Mjög svo gott til þurrka og hrúgast þvotturinn upp hreinn og þurr og ég næ ekkert að gera neitt í því. Tvisvar hefur Bóndinn tekið í hrúgurnar og bara með ágætum, ég hef ekkert endurbrotið allt saman.

Gummi og Sunneva eru núna í svokallaðri Feature uge, ég held það leggist út sem einhverskonar Þemavika. Gummi er á verkstæði þar sem hann kannar allt hvað rafmagn og rafmagnsnotkun snertir. Sunneva er á vindverkstæði, en þar er hún að búa til módel af vindmyllu ásamt fleiru.

Sindri sæti datt um daginn með kinnbeinið á hornið á stólum, jedúdda hvað hann meiddisig, ég fæ alveg illt í lappirnar. Hann fékk ekki stóran skurð og merkilega þá lak bara einn dropi af blóði út um hann. Það er eins og bólga hafi komið í veg fyrir að það læki út. En hann er s.s prýddur dágóðu glóðarauga í dag. Það gerir hann bara meira töff. Hann hefur stækkað svo ótrúlega og segir okkur sögur af hinu og þessu á báðum tungumálum. Hann var í fríi alla síðustu viku vegna þess að leikskólinn hans var lokaður. Hann kom með mér í skólann einn daginn. Hann var alveg ótrúlega stoltur af því að vera að fara í skólann og hann sat þar bara og var að teikna og lita og lesa og svona. Og hann er alveg ótrúlega hrifinn af því sem ég er að gera..hvort ég er að æfa einhverja skala á silfur rörið góða uppá fjórstrikað c (útleggst sem næstibær við hátíðini hljóð) eða djöbblast fram og til baka með boganum á strengi hr. Cello á töööluvert dýpri tónum..þá situr hann sem límdur við mig. Hann er enn að sofna við undirleik, þvílík poppstjarna.

Þorvaldur er að plana heimsyfirráð á Laundromat og ég er byrjuð í prófverkefni þessarar annar. Það er grútleiðinlegt að venju en held að okkur hafi tekist að fá ágætis hugmynd að videoi, sem ég vona að verði nógu flott til að pósta hér til sýnis.

Þar síðasta mánudag var ég svo á ferðinni frá tónskólanum og heim í gegnum Amager Fælled skóg. Ég tek fram að ég var einstaklega mikið í eigin haus en held samt alveg klárlega að ég hafi ekki verið að ímynda mér neitt. Þegar ég er inní miðjum skóginum sé ég fasana

169603_411_800

ég hélt sko þegar ég sá þetta að þetta væri einhver týpa af hænu..Bóndi taldi það fasana og það var rétt. Það er bara merkilegt að sjá bara alltí einu eitthvað nýtt á stað þar sem maður er vanur að vera alveg einn á. Þetta var hinsvegar ekki það undarlega því við næstu beygju sá ég dádýr. ÉG SVER að ég sá dádýr. Ég spurði dönsku krakkana í skólanum hvort það væri mögulegt, en þau töldu nú ekki. En ég er viss um það, þó ég hafi verið flækt í eigin hugsunum svo það lá við að ég ætti erfitt með að hjóla.

Já, hér er alveg nóg að gera.

dsc_00102

vissuði af þessu með hárið á mér? Ég er ekki viss um að ég hafi verið að fylgjast með hversu sítt það skyndilega er orðið.  Bráðum get ég haft það fyrir sundbol.