Eða nýja..  ég hef aldrei haft neitt mottó áður. Ég hef heyrt mörg góð og gild mottó og milljónhundruð frasa sem meika fullkominn sens. Ég hef ekki náð að taka neitt mottó að mér og gera það að lífsviðhorfi, ekki fyrr en núna, ég er orðin svo gasalega andlega þjálfuð sjáðu til.

Sem dæmi um góð mottó finnst mér vera eitthvað sem ég heyrði í sjónvarpinu einhverntíma fyrir löngu en það var um að hafa áhuga á öllu. Mér finnst það gott mottó því með því að hafa áhuga á öllu hefur maður allavega val um að hafa síðan ekki áhuga… fattaru. Þannig verður ekki steypt í hið, að mér finnst, mjög svo óþolandi f**** þjóðfélagslega form að mér finnist eitt eða annað meira áhugavert en annað.

Annað dæmi er, á ensku, “Enjoy everything, need nothing” eða njóttu alls, þarfnastu einskis.  Fullkomið mottó til að leysa fjötrana og þora að vera alsæll.

Mitt mottó er hinsvegar “ÉG NENNI”. Já, ég nenni. Það er svo oft sem allt verður svo béskoti erfitt því maður nennir ekki.. hefur sett einhverja ósýnilega tálma upp og nennið alveg bak og burt. Nú er ég að tala um bæði nenn, sem ósjaldan er auglýst eftir á facebook, við tiltekt og þvílíkt, en ég er líka að tala um að bara yfirhöfuð að nenna.

Nenna að vera til, nenna að gera mig hamingjusama (já, ég geng svo rækilega fyrir í þeim efnum), nenna að stefna þangað sem mig langar, nenna að hafa veður úti (sama hvaða veður), nenna að finna uppá einhverju í matinn, nenna að það komi upp árekstrar, vandamál og litlir hlutir sem gera lífið ögn erfiðara (þú veist, eins og þegar bíllinn fer ekki í gang) og bara yfirhöfuð nenna.

WHOOOOP!