Ekki varð úr neinni sjeik gerð í gær. Það var ekki útaf neinu nema kannski því að það var til súkkulaðikaka í eldhúsinu mínu. Ekki útaf því að ég var upptekin utanheimilis því ég var á náttfötunum í óveðrinu í allan gærdag. Ekki amalegt finnst mér. Nýja mottóið mitt er að slaka á..gooosfraba.

Eiginmaðurinn ætlar að vera með í næstu áskorun og vorum við sammála um að það er tilgangslaust að gera sér hreyfingamarkmið uppá bara eina viku svo nú fara í gang tvö markmið. Ég er skjálfandi á beinunum meira að segja þegar ég skrifa þetta, svo skelfd er ég við að fallast hendur og stinga mér á bólakaf í fíkn og samviskubit. Jæks!

Vikulanga markmið okkar er : að borða ekkert nammi, enga köku og ekkert kex. Og  til og með 11.nóvember 2013 munum við gera 10 sólarhyllingar á dag. 5 surianamaskara A og 5 surianamaskara 5.

Ég sé strax nokkur atriði sem verða óbærileg við hreyfinga markmiðið. Fyrir það fyrsta mun verða mjög strembið að gera alltaf það sama á hverjum degi. Þá mun verða strembið að hoppa ekki yfir eins og eina eða tvær sólarhyllingar á dag. Svo mun verða erfitt að finna tómið í sér til að anda alla 5 andadrættina í æfingunni. Þá mun verða flókið að halda þessu til streitu þar sem við erum að flytja á þessu tímabili líka. En þúst, maður spilar þetta líka svolítið eftir hendinni.

Þarna er David Svenson, eða Davíð Sveinsson eins og ég vil kalla hann, að gera sólarhyllingar. Ég elska allt við þetta vidjó, ekki bara góðar leiðbeiningar heldur eru buxurnar hans æði og mottan sem hann æfir á. Vonandi er hann ekki búinn að svitna mjög miklum pungsvita oní hana.

Ok.. ekkert nammi og svo mikil hreyfing miðað við það sem verið hefur. Ég hef náttúrulega ekki farið annað en úr rúminu mínu og hér niður stigann í sófann minn það sem af er í þessu orlofshýði.