Um daginn var ég að urlast yfir því að svo ótrúlega títt í yogasalnum heyrir maður kennarann fleygja fram þessum frasa ” practice, practice, practice and all is comming”. Þar hljóp í ég stuttu máli yfir það að ég hafi það eiginlega á tilfinningunni að í yogakennaraheiminum sé töff að segja þetta, þetta sé merki um að þú sért manneskja með viti og svona.. æi ég veit ekki. Mér finnst það bara vera eins og yogakennarinn sem er allan tímann í splitti eða handstöðu eða kennir standandi á einum fæti með hinn bak við hnakka og að hreinsa út eyrnaskítinn með tánni, meðan hann alveg ” oooog anda út, iiiinn öndun úrdvamúka, útöndun adómúka…” Anywho.

Ég komst að því núna í gærmorgun hvað þessi setning þýðir, hvað hinn virti Guruji hefur verið að reyna að segja á sinni takmörkuðu ensku, við alla vesturlandabúana sem þustu að.

Abhyasa vairagya. Það er það sem hann var að segja. Þ.e það að æfa sig í einhverju og sleppa tökunum er það sem yoga er um. Þ.e Abhyasa þýðir að æfa eitthvað lengi og stöðugt. Mæta alltaf, hvort það er í líkamsræktina eða mæta í skóann eða bara mæta í raunveruleikanum og mæta í núið, mæta í að vera til staðar, og vairagya þýðir að sleppa tökunum, af tengjast.

Allt er æfing. Æfa sig í að vera betri manneskja og æfa sig í að spila á píanó, skilurðu mig.

Og rúsínan í pylsu endanum er að æfa án þess að vera með væntingar um útkomu. S.s sleppa tökunum.

Þannig að formúlan er þessi: æfa og æfa sig, án þess að vera með væntingar, án þess að gera kröfur. Án þess að ætlast til neins, hvorki af huganum, líkamanum eða öðrum. Aaaaand all is coming. Þ.e maður kemur til með að fá það sem maður þarf af þessum endalausu æfingum, ekki endilega það sem maður vill (enda má það ekki, áttir að sleppa tökunum ) og það er að fletta ofan af hinu sanna Sjálfi. Hver við erum í raun og veru. Ekki hver við öll erum, heldur bara hver er ég og hver ert þú.

Að minnsta kosti er það mín reynsla í þessum heimi að því betur sem ég fletti ofan af því hver ég er, alveg skýlaust, þá líður mér betur. Ég get sett axlirnar niður og andað léttar.

Kíkja á þennan texta til að átta sig betur, ef vill.