Heimurinn fórst ekki og föstudagurinn langi þetta árið var bara passlega langur og tíminn leið á góðu tempói. Óala börnin höfðu hvert sinn veg í þessu verkefni mínu.

Fröken Sprengja fór bara af bæ. Púnktur.

Búnglingurinn (lord.. bara örfáir dagar þar til ég verð að fara að segja únglingur eða táningur um hann..) átti erfiðast með að ég bað hann ekki að gera neitt og hafði engar reglur eða hömlur á því sem hann var að gera. Hann var í tölvunni eiginlega allan daginn, kom svo fram og einhvernveginn hlunkaðist í sófann alveg steiktur og hafði ekkert að gera. Svo alltí einu datt hann í gang og fór út á völl í fótbolta.

Fagri gerðist uppátækjasamur. Eða fyrst horfði hann á sjónvarpið til klukkan að verða 13:30, þá datt puttinn á mér ofaná sjónvarpið og lenti óvart á off takkanum á því. Ég var að urlast á teiknimyndahávaðanum. Mikil ósköp hvað mér finnst allt þetta vein og væl í teiknimyndum í sjónvarpinu vera eitthvað pirrandi.

En já, síðan gerðist hann sniðugur. Það var mjög gott veður og ég var eitthvað að eiga við gróðrarstöð Félagsbúsins  á svölunum. Þar er ég með nokkrar fötur og þegar drengur sér fötu og ef það er nú t.d vatn ofan í henni dettur ýmislegt í gang. Ég var sérstaklega hrifin af uppátækjunum með sápu, vatn og fötuna attarna.. og öll eldhúsáhöldin mín.

IMG_1361

Fyrst var gripinn pensill reyndar og málaður borskarl á svalagólfið. IMG_1363

Algjörlega að fíla það að það var sól og gott veður og að vera á náttfötunum.

IMG_1364

Bjútíbína að skríða eitthvað um og gera listaverk á rassinum.

IMG_1365

Já, byrjaði bara smátt samt. Bara glas með sápuvatni og þetta áhald sem ég kýs að kalla pastagaffal, en veit ekki í rauninni hvað heitir. Það komu alveg sápukúlur þarna útum. En best er að taka þetta skrefi lengra.

IMG_1366

Hvað með grilltöng? Þarna komu hlussustórar sápukúlur út um öll göt.

IMG_1370
EÐA! Spaða með mörgum aflöngum götum. Og nóta bene, nú er búið að setja sápuvatnið í fötu, glasið dugði skammt.

Svo fór hann út og kom ekki aftur inn fyrr en hann var búinn að fara í sandsturtu í sandkassanum niðri á grasi. Jább, þá hafði lýðurinn bara farið í sandbolta kast. Þeim dettur alltaf allt svo sniðugt í hug.

En reynsla mín af deginum í gær, þar sem ég ákvað að biðja þau ekki um neitt, því ég er komin með svo mikið leið á röddinni í mér fór bara ágætlega fram. Ég þurfti að bíta í tunguna á mér mjög oft og útaf því að ég ætlaði ekki að segja nei við neinu, var horft á tvær bíómyndir og étið yfir sig af snakki (í mínum huga er þetta banvæn blanda.. bana hverju, kannt þú að spyrja, en ég hef ekki svarið við því, mér finnst svona bara vera ótrúlega letilýðslegt og ég er með ofnæmi fyrir þannig). Ég þurfti t.d að ryksuga sófann í bak og fyrir í morgun það var svo mikið snakk í honum. Og auðvitað hálft eldhúsið úti á svölum eftir sápugerðardaginn mikla.

En alltí lagi. Ég þurfti reyndar að biðja þau að taka af borðinu fyrir mig eftir matinn. Ég lagðist í manflú af verstu gerð. Í dag hljóma ég eins og kona sem hefur reykt yfir sig í mörg ár og er alveg við það að þurfa að tala útum svona tæki á hálsinum. En er ekki með beinverki, mér finnst þeir ógisslega óþægilegir og prísa mig sæla að fá þá afar sjaldan.

Kannski er ekki beint niðurstaða, ég kem mér amk ekki að því að skrifa hana. Það var með eindæmum gott að vera bara að sínu fattaru. Ég var bara að gera það sem ég var að gera, ekki að hugsa hvað þau öll ættu að vera að gera. Það var ákveðið frelsi. Auðvitað nenni ég ekkert að hafa hálfan sandkassann hér inni, allt eldhúsið á svölunum og piss og kúk útum allt baðherbergi, en það var vissulega gott að þurfa ekki að tala um það í allan gær dag.

Í dag var ég hressari af manflú og byrjaði strax um morgunin að gefa þá yfirlýsingu að engin myndi svo mikið sem hreyfa sig nema vera búinn að taka til í herberginu. Kannski höfðu þau líka gott af gærdagspásunni því þau fóru öll strax inní herbergi, tóku til og ekkert mál. Svo fóru bara allir út og komu ekki heim aftur fyrr en 6 tímum síðar.

Það var sko æðislegt veður hér í dag. MMMMM.