Aðfangadagur var friðsæll og fagur.
Við fengum möndlugraut og áfram leið dagur.

Búnglingur var fyrstur tilbúinn,
af þolinmæði inn að skinni rúinn.

Bóndinn stóð í eldhúsinu eitthvað að fást við mat
á endanum við hin komum, og átum á okkur gat.

Af tilhlökkun lýður nær útaf leið
þau títt litu á úrið og voru orðin hálf reið.

Við eldri bárum óþreyju betur
og báðum börnin að sjá hvað setur.

Þá hófst hið villta pakkafjör
hún í miðið var sátt við sín kjör.

Búnglingur fór yfirum og endaðí fýlu,
foreldrar upp drógu númer hjá Grýlu..

Örverpið dreif af sér buxurnar strax
bara yfir matinn, hugsað’ hann… max!

Ég var þar líka, Bústýran ríka
í netasokkabuxum, er ég út að fríka?

Eftir að við átum, saman við sátum
og settum saman leikföng með látum.

Hálfgerða gesti fengum og í tölvunni hengum,
við ömmur og frænda við tengdum.

Við viljum þakka, fyrir alla þá pakka
sem þið hingað létuð flakka.
Einhver jólin, skulum við fólin
mæta á klakann og halda þar jólin.

Eitt var þó best, að við vorum flest
af einlægni  þakklát og hress.
Til náða við gengum og yfir oss fengum
jólanótt hlýja og sængina nýja.

Nú á degi Jóla, ég fann mig knúna til að hjóla
yfir í Forum, þar sem allt fór úr skorðum
Í vinnu að skúra, í stað þess að kúra
eyddi ég degi því ég gleymdi lyklunum í geymslunni þar og þurfti að ræsa út vinnuveitandan svo ég kæmist heim, Skrítin súra.

LOVE