Ég gleymdi ekki æstum aðdáendum mínum, sem ég efast ekki um að bíða spenntari en börnin yfir jóladagatali sjónvarpsins, eftir að ég setji mynd á bloggið.. eða ..þúst, þannig.

Ég tók myndir síðustu þrjá daga og fyrir daginn í dag, en var að flytja og internet laus nema í símanum og æ..nennti ekki að pikka heilan bloggpóst í símanum, það er algjört drep.

Hér kemur myndin fyrir föstudaginn.

heklmunstur

Ég er hrifin af þessu munstri og teppinu. Alveg dæmalaust mjúkt.

Og þá fyrir laugardaginn

Bjútíbína í leikfimi

Við Bjútíbína eigum oft góða stund eftir miðnætti þegar allir eru farnir að sofa nema við. Mjög snemma á laugardagsmorgun, svo snemma að ég var ekki viss hvort það væri kannski ennþá föstudagur, lá hún í sínu allra hressasta á lærunum á mér og togaði í tærnar og bragðaði á þeim. Fannst þær ekki slæmar.

lifid-er-yndislegt

Þetta fékk ég síðan frá systur minni þegar Bjútíbína kom í heiminn.  Eftir daginn í dag, þó meira að segja kvöldið sé eftir, þá er ég bara nokkuð sannfærð um að lífið sé í reynd yndislegt. Að minnsta kosti er yndislegt að vera hér fyrir norðan í asarigningu (rigning að flýta sér)  og roki, hafa útsýni til sjós og fjalla og rólegheitin eru ALGJÖR! Það er nánast ekkert sem fer í gegnum hausinn á mér.

Að næstu áksorun!

Ég fór í sundlaugina hér á Hvammstanga áðan með strákana, Sprengjan varð að vera heima útaf því að hún er með umbúðir á puttanum sem hefur enga nögl. Prufukeyrði sundhreyfingarnar mínar og hlakka bara til að synda 5.6 km í næstkomandi viku. Ég synti heila 300 metra og er skömm að segja að ég sé strax að 1/2 km mun taka í. Lord hvað það er erfitt að rífa sig upp á rassinum og hlunkast af stað.

Planið er s.s svona:

  • Mánudagur, 500m
  • Þriðjudagur, 600m
  • Miðvikudagur, 700m
  • Fimmtudagur, 800m
  • Föstudagur, 900m
  • Laugardagur, 1000m
  • Sunnudagur, 1100m

Þetta ætti að gera 5.6 km í einni viku. Ég er afsökuð ef það kemur aftaka veður hér. Gott að ég á sundhettu sem er extra stór, enda gerð fyrir fólk með sítt hár, haha. Ef ég hefði vitað það öll þessi ár sem ég æfði!