Ég er fegin að ég ákvað að skilja ekki við  píanóið fagra sem ég fékk uppí hendurnar úti. Gott samt að það var ekki ég sem þurfti að bera það niður, eða inní gáminn, eða útúr gámnum og inní bílskúr. En ég er fegin. Hlakka til að komast í húnsæði þar sem ég get spilað á það af fákunnri snilld. Já, og gítarinn sem ég keypti sjálfri mér í afmælisgjöf þegar ég varð tvítug. Hann er eitt það besta sem ég hef fjárfest í.

En best er flautan fagra og í hana mun ég í haust, þeyta  gegnum lofti svo í hvíni, með lúðrasveit sem starfrækist í Reykjavíkurborg. Maður lifandi hvað ég hlakka til.