Ég hef oft velt fyrir mér afhverju það er auðveldara að detta í munstur þar sem maður er að gera hluti sem eru ekki góðir fyrir mann, veri það átmunstur, hugsanamunstur eða aðgerðamunstur.

Afhverju í ósköpunum þarf manneskjan að vinna hörðum höndum að því að vera sátt og ánægð? Ég meina, afhverju er ekki bara auðveldara að vera glaður og kátur og vera það by default. Kannski er það alveg einhver..hehe, bara ekki ég.

Afhverju er svona erfitt að brjóta munstur? Maður gæti verið tugi ára í sama munstrinu og aldrei verið ánægður með það. Í viðjum vanans.

Þar sem mér finnst ég sjálf vera eitt það besta sem fyrir mig hefur komið þá verð ég að hrósa sjálfri mér og segja að þetta átaksuppátæki mitt er að gera þvílíka lukku. Ekki bara í átaksverkefninu sjálfu heldur öðru líka. Ég er, með því að vera búin að opna mig upp fyrir breytingum, mun meira til í að breyta hinum ýmsu smá hlutum en áður. T.d að segja frekar já en nei við því að vera boðið í sjósund í ískaldann kanalinn á Íslandsbryggju þegar ég kem út.

Fyrsti nammi, kex og kökulausi dagurinn var í gær. Hann var ekki erfiður fyrr en ég var búin að fá mér brauðsneið að borða. Þá langaði mig mikið í kex. Hann varð enn erfiðari þegar krakkarnir voru komnir heim og búnir að safna liði (þau þrjú) gegn mér einni og smábarninu og neituðu að hlýða eða vera eins og ég vildi að þau væru. Æh. Það er erfitt að forðast huggarann þegar maður þarf á honum að halda.

Dagur tvö.. ég veit það ekki, ég var bara að vakna. Það er til kex og nóg af því, ég ætla bara ekki að borða það.