heklud-motta

Ég er búin að vera með gólfmottu á nálinni núna í sumar. Eiginlega of lengi að mínu mati. Ég keypti garn í Söstrene Greene. Eiginlega kostaði meira en helmingurinn af öllu sem í mottuna fór ekki nema 17.5 krónur danskar! Það var í eitt af þessum fáu skiptum sem ég hef farið í búð, ég segi eitt af þessum fáu því þetta kemur fyrir af og til, að afgreiðslukonunni hefur orðið á mistök og ég hef ekki tekið eftir því fyrr en löngu síðar.

Allir sem versla í Söstrene vita að það eru alltaf nokkur verð á vörunum þar, dönsk króna, sænsk að mig minnir eða norsk og svo evra. Ein dokka garn kostar rétt tæpar 12 krónur, en konugreyið hefur reiknað evru gjaldið, sem var 1.5  evra, en það er auðvitað ekki það sama og 12 krónur danskar.

Þannig að mottan var með eindæmum ódýr. Í hana fóru milljón hálfir stuðlar og tvöfalt garnið, svona fyrir þá sem hafa áhuga á að vita það. Random litir og Eiginmaðurinn er svo hrifinn af þessu að hann vill að ég geri svona föt handa honum.

blokka-mottuna

Það þurfti að blokka mottuna líka. Þarna er ég að þræða vírana í mottuna með hinn óþreytandi aðstoðar mann.. eða á ég að kalla hana bara minn fimmta útlim?

Mottan átti s.s að koma í staðinn fyrir þessa frá IKEA sem ég þurfti að þvo eitthvað og mottugreyið bara varð krulluð og breytti um lit. Versta við þessa fisléttu bómullarmottu er að hún er alltaf í einhverju krumpi. Það er alveg nett pirrandi mætti segja.