Ég hef yfirgefið móðurskipið. Móðurskipið er sem lítill svartur punktur í fjarskanistan fyrir mér akkúrat núna. Ég er bara aldeilis hvergi nærri móðurskipinu sem er hlýtt og notalegt og andlegt og ég er með djúpstæðar tilfinningar til þess.

Ég var að koma úr ræktinni.

Ó MÆ COW!

Ég tók ávkörðun um að kaupa mér kort í ræktinni núna fyrir nokkrum vikum. Keypti kortið í fyrradag og mætti í fyrsta skipti áðan.  Ástæðan er sannarlega ekki að ég sé hætt að digga yoga, sannarlega ekki. Andrúmsloftið í ræktinni gæti varla verið fjær því sem ég myndi kjósa. Úff.

Allir í þröngu. Allir að horfa á nr. 1 : sjálfan sig í spegli og nr. 2: símann sinn. Enginn tengdur við kroppinn þó svo að það sé verið að þjösna honum út. Eða ég get ekki ímyndað mér það, það er nefnilega sjónvarp í öllum hlaupatækjunum. Ríííídonkjúless.

En ég ákvað að skipta yfir í ræktina því ég þarfa ð komast í form og það strax. Mér er illt í kroppnum. Afhverju fer ég ekki bara í yoga? Það er útaf því að það tekur of langan tíma. Það tekur mig 2.5 til 3 tíma að fara þangað, gera yoga og komast aftur heim. Það er of langur tími. Ég íhugaði lengi að ég gæti bara mætt á morgnana, það er s.s í boði að mæta á morgnana kl. 6 og svo í eftirmiðdaginn kl. 16.  Það er drep fyrir mig, að finna dag í vikunni þar sem ég kæmist frá, frá kl 16-19. Ef það er ekki spilatími, þá er það íþrótt, ef það er ekki íþrótt eða spilatími þá er það vinna Eiginmannsins og ég get ekki tekið Bjútíbínu með mér í yoga. Ég get heldur ekki skilið hana eftir í pössun því ég get ekki haft síma með mér í yoga.

Ég er ennþá að vakna þúsundsinnum á nóttunni til að sinna henni og er kannski bara nýsofnuð klukkan 6 þegar ég þyrfti að vera búin að hjóla í hálftíma til að komast í yoga. Ég yrði of þreytt og ég tími ekki að fara aftur ofan í fasann að vera alltaf þreytt og þ.a.l pirruð og fúl og erfið og leiðinleg.

Pétur og Jesús. Kannski verður þetta alltí lagi. Ég ætla amk að reyna að mæta í yogatímana sem eru í boði í ræktinni.

Þangað til mér verður léttara um vik þá hristi ég mig bara í ræktinni, sem btw er hérna rétt hjá, 5 mínútur max.

Hallilúja.