Ef maður reynir bara stundum að harka af sér, þá getur manni liðið betur, hoppar ekkert um á rauðum hælaskóm og syngur hæ hó jibbí jeij… en samt nóg til að merkja það, jafnvel þó það sé bara í smástund.

Höfum það á hreinu að ég er ekki að tala um að mæta alla dagana sem maður er veikur til vinnu þrátt fyrir það, láta fótbrot gróa á sjálfusér eða rífa sjálfur úr sér skemmdu tönnina (manneskjum er hollast að taka tillit til eigin líkama, annað er bara hallærislegt) . Ég er heldur ekki að tala um að harka af sér að díla við allar tilfinningarnar og þykjast ætla að bíða þar til þær líða hjá. Þær fara bara í leyni og bíða þess í ofvæni að ráðast á þig aftur.

Ég er að meina eins og þegar maður, þrátt fyrir að líkaminn nánast öskri á það, sleppir því að fara aftur uppí rúm, vitandi að maður vaknar ekki aftur fyrr en á hádegi og finnst maður hafa eyðilagt heilan dag, heldur aulast í staðinn í ræktina. Eða þegar maður ákveður að taka á sig rögg og gera hlutina í staðinn fyrir að láta þá pirra sig mínútunni lengur. Eða þegar maður sleppir því að láta vaða yfir sig, nú er ég heldur ekki að meina þegar einhver segir ljótt við þig að þú svarir í sömu mynt eða hefnir á nokkurn hátt…heldur eins og þegar ég fór í Metró um daginn og ætlaði að kaupa tvö kort í sjálfsalanum, eitt fyrir mig og eitt fyrir hjólið. Það prentaðist ekki út fyrir hjólið svo ég prufaði aftur en ekkert gerðist, þannig ég greiddi fyrir tvö hjólakort án þess að fá þau. Svo ég kvartaði að sjálfsögðu og ekki bara fékk ég afsökunarbeiðni heldur fæ ég líka eitt klippikort gefins, það er ekki verra í kreppu og kuldatíð.

En svo hefst það ekkert alltaf að harka, stundum fer maður bara að grenja í volæðinu.

Óver and át