….hefur mistekist gersamlega.

Í gær tilkynnti frumburðurinn (sem á samkvæmt reglunum að vera mest og best upp alinn) að mömmur væru bara til þess að rétta börnunum það sem þau vilja hverju sinni. Ég þarf ekkert að fara útí það hversu hneyksluð ég var á þessari fullyrðingu frumerfingjans.

Hvað hef ég gert eiginlega…afhverju heldur hann að ég sé á jörðinni bara til þess að rétta honum það sem hann vill?? Ég held að það sé best ég sendi þau öll með tölu í sveit, til sveitastarfa. Ég efast um að þetta hafi verið svona í gamladaga. Ég sverða, ég er ennþá rauð í framan af hneykslan.

Talandi um andlitið á mér. Mér varð hugsað á mánudaginn, þegar ég þeyttist á Skjaldbökugötu til að láta stimpla eymingjakortið mitt í síðasta skipti, hvað það er mikilvægt að halda kúlinu svona þegar maður er úti á götum stórborgar á hjólinu einu saman.

Engar litaðar bílrúður til að fela þegar borað er í nefið og það kemur geðveik horhlussa og eitthvað þarf að gera við hana svo henni er nuddað saman í kúlu milli fingranna og svo skotið í öskubakkann eða bara á gólfið, hvað þá þegar maður læðist til að klóra sér þar sem sólin ekki skín. Maður er svo berskjaldaður eitthvað.

Þessvegna hef ég byrjað að vera alltaf með sólgleraugun, líka þegar það er ekki sól. Í fyrstalagi svo ég geti slakað á í andlitinu. Í öðrulagi til að geta horft á fólkið sem ég mæti án þess að blikna, það sér náttúrulega ekki að ég er að glápa á það. Í þriðja lagi til að halda fyrrnefndu kúli. Það eina sem ég er ekki með lausn á, varðandi kúlið, er þegar ég er búin að hjóla eins og fjandinn sé á hælum mér upp brekkur, t.d yfir Íslandsbryggjubrúna (með börn og buru í farteskinu) og kannski líka upp rampinn svo ég komist að Dybbolsbro, og þá sem leið liggur yfir Dybbolsbro og eftir allt þetta á leiðinni niður Dybbolsbro að hafa nú lokaðan munninn og anda djúpt til að vera ekki eins og hundur í steikjandi hita (til að sýnast vera í rosalega góðu formi..blæs ekki úr nös…)…en við það að hafa munninn lokaðan þá verða nasavængirnir ískyggilega stórir, ef það væri ekki svona mikið rok á leið niður brekkurnar (því ég fer svo hratt) þá myndi ég heyra vængjaþyt.