Í jólapakkana í ár fór eiginlega aðallega heklað stöff. Ég gerði t.a.m sjal handa tengdamömmu minni. Keypti garn hjá Storkinum sem heitir Manos del Uruguay-Manos Lace. Þegar ég keypti garnið var ég föst (sagt með miiiikilli biturð, hehe) í Keflavík og varð því að kaupa garnið í gegnum netið.

Það var alveg erfitt! Myndir af garni sýna ekki endilega réttan lit eða áferð, eða grófleika og ég hafði ekki heklað úr svona fínu garnið áður, algjörlega hrein mey hvað varðar garn notkun og finnst eiginlega best að sjá það með eigin augum og koma við og svona. En ég lét vaða og þegar ég var búin að fá garnið í hendur kom í ljós að það var meirihátta flott og mjúkt og úber flott á litinn og þær í Storkinum bara svo hjálplegar og yndælar.

Anywho, ég sá uppskriftina að miðnætursumarsjali hjá Ólöfu á Föndrari af lífi og sál og náði svo í hana af Ravelry hjá henni Lisa Naskrent.

Að hekla sjalið gekk súper vel, tiltölulega fljótlegt, notaði tímann meðan allir á heimilinu sváfu nema ég og Bjútíbína og heklaði yfir henni meðan hún nagaði á sér fingurna. Annað reyndist svo erfiðara en það var að taka almennilegar myndir af herlegheitunum. Lord! Þvílík pína. Nokkrar tilraunir fóru fram.

sjal-myndataka

Keyrði í búðina og greip síðasta hálmstráið, tilbúin til að klippa sjalið í ræmur, reita af mér hárið, fleygja mér í sjóinn og eyða bloggi þessu sem ég hef haldið úti í annaðhvort að verða 7 eða 8 ár og geymir, að mér finnst, mjög dýrmæta ævisögu mína, að ég sá viðargrindverk fyrir ofan ánna og henti sjalinu á það.

sjalid-fyrir-mommu-L

Sennilega besta tilraunin til að sýna bæði lit, áferð og munstur. Jafnvel þó allt sjalið sjáist ekki. Það veður eiginlega að hafa það. Það fóru í það tæplega 3 dokkur og eiginlega öll síðasta dokkan í kantinn á heklunál nr. 3. Súrpræsinglí mikill kantur, en alveg rosa flottur.

Ég var síðan alveg rífandi stolt af sjálfri mér fyrir að hafa

  • nr. 1 klárað sjalið, það er afrek útaf fyrir sig
  • nr.2 valið svona pípandi flott garn
  • nr.3 mAmma L var ánægð með sjalið :)