Jaá. Mega margt skrítið sem kemur manni fyrir  sjónir í stórborg. Þó ég vilji nú meina að Kaupmannahöfn sé oggulítil borg, þá búa hér náttúrulega svo margir. Svo margir að það hljóta að dúkka upp hinar ótrúlegustu hugmyndir.

T.d þegar við vorum uppá norðurbrú í janúar, þá gengum við framhjá rakarastofu, sem hafði auglýsingaskilti með mynd af Brad Pitt þegar hann var innan við tvítugt. Ég efa ekki að hann hafi ríkulegt aðdráttarafl, þó hann sé með klippingu síðan úr fornöld.

Nei, við Eiginmaður vorum á gangi á okkar heitt elskuðu Íslandsbryggju hér um daginn. Við vorum að dásama borgina og veðrið. Einnig vorum við (lesist: hann) að dásama hvað það er eitthvað æðislegt að í hverjum einasta kjallara er einhverskonar verslun. T.d er ein verslun sem er bara með perlur. Jább. Þessar sem maður perlar úr á hvítan platta og straujar síðan. Sú verslun er opin frá 13-17 alla virka daga. Svo eru hjólaviðgerðarmenn oft í hverri götu og svo að ég held að hljóti að vera pípari sem hefur þessa auglýsingu í glugganum hjá sér:

hvad-er-nu-thetta

Ég komst ekki betur að þessu til að smella af.. eigandi búðarinnar var þarna og við að deyja úr hlátri. Hvað er nú að gerast á þessu plaggati sem nær yfir ALLAN gluggann? Er maðurinn að pissa í pissuskál og hún í klósettið (útaf því að hún er dama)? Er maðurinn að fá sér neðanþvott og hún að fara að vaxa á sér fæturna? Hún er í fötum sýnist mér. Var hún að þvo manninn? Getur hann ekki farið einn í sturtu? Þarf hún að koma með og skipa honum að þvo sér vel á milli rasskinnanna? Er maðurinn að dást að sjálfum sér í risastórum spegli? Er hún með inngróið hár?

Hvað á það annars að fyrirstilla að vera fáklædd saman inn á baðherbergi. Herbergi sem er bara ætlað til þess að þar geti fólk verið og sinnt einkaerindum eins og að nota klósettskálina eða baða sig.. í   f r i ð i. Mér varð nú svo um og ó í skaðræðisíbúðinni sem við brotlentum í í febrúar því það vantaði lykil af klósettinu. Kallaðu  mig tepru, en ég vil fá að vera ein, með lokað OG læst þegar ég nota baðherbergið. Eiginlega skiptir ekki máli hvort ég er þar inni til að nota klósettskálina, stinga í þvottavél eða kippa einu svörtu löngu búkonu hári af hökunni á mér. Þetta er eini staðurinn á heimilinu þar sem ég get verið og allir hinir 5 vita að ég er þar í friði og það er læst.. enginn kemst inn.

En að þessu plakati. Hvað gengur píparanum til? Ætli hann fái marga viðsktipavini útá þessa frábæru auglýsingu… hún er að minnstakosti mígandi fyndin.