Hekluhúsin. Tekið útum gluggann hjá mér eins og margar aðrar myndir. Ætlunin var að taka mynd af hellidembunni sem kom, en ég get ekki séð að hún sjáist beinlínis. Ef ég gæti tekið myndir af lykt, þá myndi ég pósta þær líka hér, það er bara eitthvað spes við útilykt þegar það er búið að rigna. Númm, það sem ég ætlaði að benda á að ef maður spáir í því þá er þetta ekkert fjarri tölvuteikningunni sem sjá má á síðu Hekluhúsanna.

DSC_0055
Kannski sést rigningin betur á þessari mynd. Þarna gefur auðvita líka að líta nýju nágranna vora. Þeir vaka frameftir um helgar og fara snemma að sofa á virkum. Það er af sem áður var þegar ég og mennirnir sem elska hvorn annan í blokkinni á móti vorum þau einu sem ekki gátu sofið á næturna. Þeir ástföngnu fara að sofa á venjulegum tíma og ég hef ekki kompaní í andvökunni nema ég liggi í rúminu mínu og glápi á þessa ..hvað…kofa um helgar. Alveg glatað.

Við höfum verið að bíða eftir Einari Karli..sem nú er mættur :)