við erum alveg að missa okkur í skemmtilegheitum í vefmyndavélinni. Maður lifandi hvað þetta getur verið pípandi fyndið. Þarna skartar Örverpið sólbrillum sem keypt voru á hann í öryggisskyni, það er jú ekki ´áhættulaust að hjóla hér í borg meðan sólin glennir sig uppí andlitið á manni.

Hann er reyndar afbragðs hjólari þessi drengur, hann veit bara ekki af því ennþá. Hann hjólar svo varlega ég gæti alveg eins bara labbað samferða honum.. en á skulu sólgleraugun og hjálmurinn og nýji regnjakkinn sem er eitt það flottasta í dag.

Hann er að stækka svo mikið að mér verður á orði að hann hafi stækkað frá mér á einum mánuði. Reyndar er hann ennþá mjög ósjálfbjarga, en stórt kvikindi sem er ennþá hægt að finna að maður sé það eina sem virkilega skiptir máli í hans lífi. Ég ætla að halda í þá tilfinningu eins lengi og ég get.

Hann er samt ekkert minna kröfuharður þó hann sé bara 4ára, hann var til dæmis við að reka móður sína úr starfi “sækjara” á leikskólann því hann vildi bara að afi sinn myndi koma að sækja sig og hananú!

Og áfram hélt hamagangurinn í vefmyndavélinni:

nema nú setti ég upp gleraugun. Ég er ekki það töff að ég fái að vera með límmiða á kinninni.. en þegar ég sá mig sjálfa á þessari mynd þá datt mér önnur í hug, hún er að vísu ekkert af mér heldur umræddum afa í þessum pósti:

jább, ég er ekki frá því að ég sé Guðmundsdóttir.