Jáhh.. ég veit ég skrifa oft um þrif og tiltekt, lesendur hljóta að halda að ég geri ekkert nema það. Og ég held áfram, af því að svona er lífið! Í lífinu fara fram mikil þrif og tiltektir og ekki bara á manns heimili, líka í hausnum og svo mörgu öðru.

Það er samt ekkert þannig að ég geri ekkert annað, ég er pía í fullri vinnu, með þrjú börn og kærasta og öll þau þurfa sinn skerf af dýrmætri athygli minni. Hér byrja ég samt aftur.. á myndinni hér að ofan sérðu fataskápinn minn og Bóndans. Hann hefur tvær hillur og leyfi fyrir 3 herðatrjám í öllum skápnum. Ég er með allt hitt. Það er algerlega eðlilegt þar sem ég á mikið meira af fötum en hann. Ekki er það mér að kenna að hann nennir ekki í búðaráp en ég hef einmitt verið dugleg í því síðustu misserin.

En ásamt því að vera besti fataeigandinn á heimilinu þá er ég líka þvottakerlingin. Þvottakerlingin treður í vélar og tekur úr. Hengir upp og brýtur saman, já og ekki gleyma, gengur líka frá fatnaði allra heimilismeðlima.  Mér finnst umgengni afgangs Félagsbúsins  um fötin sem ég af natni þvoði, hengdi, braut saman og gekk frá inní skápa á skipulagðan máta svo enginn þyrfti að leita að einu eða neinu, þetta lægi allt bara þarna beint fyrir augum, -semsagt finnst mér umgengni restarinnar vera móðgun.

Eruði að sjá þetta!?! Þvílík móðgun já og dónaskapur.  Og afhverju er ég svona pisst og súr í dag, gætirðu spurt. ÉG VEIT ÞAÐ EKKI!

Kannski af því að manni getur nú sárnað þegar bændur og búalið ganga svona um fatahrúgurnar. Langar mig að fá stærri fataskápa? JÁ. Langar mig í stærri íbúð, JÁ.

Svo hefur Félagsbúið ákveðið að flytja starfssemi sína yfir á eyju eina nálægt Grænlandi og Færeyjum, eða með öðrum orðum, við munum heiðra Íslendinga með nærveru okkar og gjöfulli framleiðslu barna. Sjittt hvað þið verðið heppin að við erum búin að ákveða að vera þar. Í ofanálag hvað þú verður heppin/n þegar við erum þá loksins komin þá er þetta alveg fáránleg erfið ákvörðun að lifa við. Ég engist öll um í einbeitingarleysi og eirðarleysi. Ég er búin að vita þetta í 5 daga og er hvorki komin með einbýlishúsið í sveitinni né súper vel launuðu vinnuna.

Ekki dirfast til að hugsa að það komi nú aldrei til að ganga fyrir mig að fá einbýlishúsið og súper vel launuðu vinnuna.. ENGA neikvæðin og úrdrag hér. Ekki núna.

Ég veit alveg hvað ég vill í þessum efnum. Elsku Alheimur! PLÍÍÍÍS!