image

15.vikur

Að sjálfsögðu er það þannig fyrst ég er hvorki kona einsömul né á ekki von á barni.

Ég var búin að óska eftir stuðningi lesenda minna við upp yrðu tekin nöfnin Skriffinnur og Regnbogi. Tvíburar gætu heitið Skriffinnur og Málfríður eða Skriffinnur og Kristfinnur. Og svo Regnbogi og Finnbogi.

Ég er ekki kona þrísömul heldur svo ég þarf að hugsa bara um eitt nafn, ég er að hugsa um að nefna eftir öðrum hvorum afa mínum, eða ömmu sé greyið kvenkyns. Þá yrði það annaðhvor Tómas Afi, Halldór Afi, Amma Hlíf eða Amma Ásta.

Nöfnin Amma og Afi geta alveg eins verið þarna eins og Drengur, Karl, Egill, Ormur og öll trjánöfnin, allt saman fólk, staðir eða dýr.