Ég held að auglýsingar séu lygarar. Ég er ekki sannfærð, þegar ég fer að hugsa útí  það, að Seríos t.d sé rétti morgunmaturinn. Seríos segir auðvitað að það sé rétti morgunmaturinn, en ég held ekki.

Furðulegt hvernig hausinn virkar. Það er alltaf verið að básúna því að morgunkorn sé svo ýkt sykrað og úr unnu korni og það sé bara ekkert vit í næringartilkynningum á boxinu, að það eigi hreinlega ekki við mannlegan líkama. Og þetta VEIT ég. En er ég í alvörunni meðvituð um þetta þegar síðan ég kemst í búðina, eftir kl 17, með öllum hinum í borginni?

Nei, því hingað til og í öll árin sem ég hef stundað búskap, hef ég einmitt keypt alltaf morgunkorn því það er morgunmatur og hakkað það í mig.

Ég held að regla númer 3 þurfi að vera að maður megi ekki trúa því sem fram kemur í auglýsingum.

Í útvarpinu um daginn heyrði ég eitthvað á þessa leið: ” veistu ekki hvað þú vilt borða? Snickers er svarið”.

Snikkers er svarið?? Í alvöru. Þarna var tótallí búið að dáleiða mig. Hefði ég ekki verið orðið meðvituð um að það sem sagt er í auglýsingum er líklega bara sölubrella og enginn að hafa heilbrigði mitt að leiðarljósi, þá hefði ég keyrt beina leið í sjoppuna og keypt eitt, eða jafnvel tvö snikkers.

Þannig að það er munur á því sem maður veit og veit. Ég veit að nammi er óholt, en V E I T ég það í alvöru? Kannski er einhverju um að kenna að ég er svona “goable” eða auðtrúa. Ég held því ekki fram, meðan ég ráfa um Bónus með risastóru gulu innkaupakerruna, hugsandi um bæði það sem ég ætla að kaupa inn, gera þegar ég kem heim, plús allt hitt ruglið sem þvælist um í höfði mér, að ég sé í alvörunni vakandi.

Auglýsingaskvaldrið bæði heyrt og lesið prógrammar kaup-undirmeðvitund (þunnt lag af meðvitund sem er á milli höfuðkúpu og heila..held hún hjóti að vera úr sírópi, það límist svo við hana) mína með þvættingi eins og að það sé í alvöru góð hugmynd að kaupa 4 kexpakka á verði eins og öll yogurtin og skyrin og morgunkornið rándýra.

Ég er samt ráðþrota. Ég veit ekki hvar ég á að byrja og hef enga hugmynd um hvað ég vill borða. Ég er ekki með áhuga á mat.

Ætti ég að byrja á því að hætta á namminu..eða ætti ég að byrja á því að hafa alltaf hollan kvöldmat og svo bæta við hollu kaffi og svo hollum hádegismat og enda á morgunmat, eða ætti ég að hafa það í öfugri röð, byrja á morgunmat?

Þyrfti að leggjast í rannsóknir á því hvað ég get fengið mér yfir daginn sem er ekki ógeðismatur.