Einhverntíma bökuðum við laufabrauð þegar við vorum á Íslandsbryggjunni og upphófust þvílíkar skeggræður um það hvort ætti að kremja eða ekki kremja.

Þetta ræddum við aðeins í Gröf fyrir rétt um viku síðan, þegar við tókum til við að skera út og steikja laufabrauð (orðið klaufabrauð sönglar alltaf í hausnum á mér þegar ég skrifa eða segi laufabrauð).

Niðurstaðan er sú, að ástæðan fyrir krömdum laufabrauðum hlýtur að vera til þess að spara pláss. Þannig að, ef maður er húsfreyja og vill baka mikið laufabrauð og þarf að geyma það heima hjá sér og vill ekki að það taki upp allt skápaplássið í búrinu, eldhúsinu OG ofan á frystikistunni þá er betra að kremja brauðið.

Ef maður hinsvegar er bakari og selur laufabrauð í stórri dollu, þá vill maður ekki kremja til þess að þurfa að setja bara fáar kökur í hvert box, en lítur samt út fyrir að vera mikið.

allir-skera-laufabraud

 

Allir að skera. MAmma L og Stella voru búnar að eyða öllum deginum í að fletja út laufabrauðið, svo komum við og skárum allt í köku, eða skárum allt í laufabrauð og svo steiktu þær herlegheitin þegar við vorum farin aftur. Það er víst ekki smábörnum hæft að vera við steikingu laufabrauðs, þrátt fyrir að það sé ekki lengur svona rosaleg sterkja í feitinni eins og var…

IMG_0101

Örverpið sýndi snilldartakta í útskurðinum og fannst gaman. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sker laufabrauð.

kristin-sker-laufabraud

 

Ég skar líka. Ég var ekki best í útskurði og var eiginlega frekar móðguð. Það er eiginlega hneysa að ég hafi ekki verið best. Eiginlega finnst mér það bara reglulega erfitt.

IMG_0103

 

Það var úr því skorið að Jóhannes bróðir vor hafi verið bestur. Ég tek ofan hattinn fyrir honum að sjálfsögðu, þó ég sé næstum því of móðguð til þess. En kökurnar hans voru æði fagrar.