image

Allir krakkar og Eiginmaður eru farin út til sinna verka og ég sit eftir að borða mitt seríós, eitthvað sem ég borða aldrei venjulega en þykir eitt það besta akkúrat núna.

Inni hjá mér er klukka sem heyrist í og svo húsfluga.

Það er líkast hugleiðsluástandi eða algerri kyrrð að finna sig í hljóðu húsi, samt fullu af lífi, heyra klukkuna slá og suðið í húsflugunni, alveg eins og útí sveit hjá ömmu og afa. Þá sveit hef ég ekki heimsótt síðan ég var níu ára en kyrrðin þar og minningarnar þaðan eru eitthvað sem ég hef upplifað svo sterkt að mig langar stöðugt að komast í hvort tveggja aftur.

Lengi lifi húsflugan.