Sannarlega kalt. Ég sit í skólanum með úlpuna fyrir teppi, í grifflunum og með trefilinn. Það er sko kallt í Kaupmannahöfn í dag.

Á þriðjudaginn byrjaði ég í prófinu mínu þessa önn og það endar ekki fyrr en einhverntíma í janúar. Eða ég skila verkefninu 17.des og svo er próf einn dag í janúar. Laaaangt próf ekki satt.

Gummi og Sunneva hafa verið í svokallaðri feature uge, ég get ekki þýtt það á íslensku, hald það sé þemavika eða svoleiðis. Þá eru þau ekki búin að vera með skólabækurnar heldur eru þau að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef bara ekki skilið hvað það er sem Sunneva er að gera en Gummi er að læra að búa til leikhús með dúkkum sem hann býr til sjálfur. Svo er þá laugardagsskóli hjá þeim á morgun. Það verður alveg gaman að sjá hvað þau hafa verið að gera en mikið ****i finnst mér leiðinlegt að fara í skólann hjá þeim og vera í kringum alla hina foreldrana..úúúfff.

Allt gott að frétta annars, þýðir ekki að væla. Ég hef þó nettar áhyggjur í kreppunni, skrifiði eitthvað róandi í jólakortið tilmín. Ég er byrjuð að skrifa handa ykkur :)