Hér í kuldanum, JÁ KULDANUM segi ég og skrifa, höfum við mestmegins bara hýrst innivið og dundað okkur. Við erum fjölskylda sem er reyndar orðin alveg stjörnu góð í að dunda sér. Hér á myndinni er Bóndinn renna sér eftir minningabrautinni og er búinn að setja upp þennan líka frábæra myndavegg.

Og ormarnir þrír eru ekki ráðalausir fyrir 5 aura. Síðustu helgi, að mig minnir voru Sprengjan og Örverpið í svakalegum leik sem fyrst innihélt eitthvað um að hafa regnhlíf og vera sæt en breyttist á sekúndubroti í að vera:

stríðsleikur. Þau voru í alvöru bardaga! ÁRÁÁÁÁÁÁS! Það er gildir sama reglan og þegar þau voru skríðandi flokkur bleiurassgata, búsáhöldin eru bestu leikföngin.

Hæl Mamma. Búsáhaldaflokkurinn er mættur á svæðið.

Og hér eru að lokum í þessari myndaseríu leggirnir á mér sjálfri. Þetta eru semsagt hreindýra sokkarnir sem ég kláraði að prjóna þarna um áramótin. Ég er sjaldan í þeim, ég tými því ekki. Það er jú komið gat á venjulega ullarsokka eftir hálftíma hér á gólfunum og ég veit ekki hvað svona garn heldur lengi. Þannig að sokkarnir eru bara svona puntsokkar, haha.

Annars er hér vetrarfrí. Hér er svo fáránlega kalt og kominn snjór aftur, eða svona ..grátt aðeins. En kuldinn er alveg að gera útaf við mig. Ég sef í fötum, hef hitapokann í fanginu allan sólarhringinn og verð að vera í sokkabuxum innanundir buxunum hér inni hjá mér og í tveimur þykkum og hlýjum peysum..já og samt er mér kalt.

Hlakka til að fara og kaupa mér fræ til að gróðursetja í Gróðrarstöðinni.