Ég veit ekki hvernig ég að að koma orðum að því að ég er hætt í vinnunni og byrja í skóla núna 4.febrúar…
Örlögin greinilega enn á fylleríi, spurning hvort ég ætti ekki að detta bara í það sjálf, athuga hvort það fer ekki að róast um..
Það var þá ofaná, eftir að mér bauðst að byrja í multimediadesign námi í Köbenhavns Tekniske Skole, eða Köbenhavns Erhvervsakademi. Mér finnst akademi aðeins flottara svo ég held að ég kjósi að segjast vera í Köbenhavns Erhvervsakademi, heldur en Tekniske skole…. að ég ákvað að fara í það. Það er tveggja ára diploma nám og svo bætir maður við kannski einu til einu og hálfu ári og útskrifast með bachelor. Þá myndi ég örugglega fara í grafíska hönnun svona meira. En skemmtilegt finnst mér. Það er þá beint framhald af því sem ég var að gera fyrir áramót, lítur út fyrir að vera eðlilegt framhald eða svoleiðis… hvað á ég svosem að vita..
Það lítur því út fyrir að ég neyðist til að gera enn eina fólklýsingu. Ég reyni að hafa það stutt svo Sigrún fái ekki lesblindu á meðan, eða siðblindu því ég er að röfla um samstarfs eða samnema mína, hehe. En það er rétt hjá henni, ég hefði kannski minna farið að lýsa samstarfsmönnum mínum í Forsvar, en það er ekki því þetta er lítill staður og ég hefði eitthvað vont um það að segja fólkið í Forsvar. Þvert á móti þá hef ég ekkert nema gott um það fólk að segja og svo er óþarfi að gera persónulýsingu á fólki sem allir þekkja fyrir.
Það var sól í Köben í dag. Það var ekkert hlýtt eða þannig en sólin skein. Það var frábært. Mér finnst alltaf svolítið gaman þegar sólin skín. Og gott ef ekki var vor í lofti, en ég held mig á jörðinni því janúar er jú ekki búinn.
Hér er svo bara allt við sama. Þau fara í skólana, ég er búin að skrifa umsókn fyrir Sunnevu að byrja í skóla næsta ár. Hún fer þá í sama skóla og Gummi.

utilega8

Til gamans, en bara fyrir þá sem finnst það gaman. Þarna erum við systur að einhverju leiti upprunnar, eða þannig. Afi og amma bjuggu í Otradal í þá daga. Ég get ekki séð út hvað við erum gamlar þarna… 10 og 6 ára… 12 og 8 ára?

Scan10208

Þarna erum við líka að einhverju leiti upprunnar. Þetta er Hróarsholt í Villingaholtshreppi (er það útaf því sem maður er eins og maður er …að ég er komin úr Villingaholti?) í Árnessýslu. Er það ekki rétt hjá mér? (jú það er það, ég er búin að fá upplýsingar um það frá öruggum heimildarmanni mínum). Það voru langamma mín sem ég er nefnd eftir, afi minn Halldór, amma mín Ásthildur og þeirra börn, þá pabbi, Rannveig, Ólöf og Ágúst. Þessi mynd er tekin á ættarmóti fyrir um 7 árum eða 8. Er ekki tíminn fljótur að líða?

Scan10227

Þarna er ég 2 ára held ég ..alveg eins og Sindri í framan og Þóra Hlíf frænka mín ári yngri og Gylfi frændi okkar, ég veit því miður ekki hvað hann er ungur.. Og ég veit ekki hvað hundurinn heitir en við erum fyrir framan Breiðabólstað þar sem amma mín Hlíf og afi minn Tómas bjuggu og þeirra börn sex, mamma, Brynja, Sigga, Pálína, Smári og Víðir, eftir að þau bjuggu í Otradal, nema þau hafi búið annarsstaðar í milli? Ég man alltaf hvernig er þar inni og líka hvernig er þar úti. Þvílík dásemd. Ég vorkenni þeim sem ekki hafa haft tækifæri á að komast í snertingu við að vera í sveitinni, vöðlast um í náttúrunni þar sem engin eru takmörkin.
Jæja, ég þarf að fara að huga að niðurpökkun fyrir áætlaða ferð með Boing sjöfjórirsjö.