Ég er svo mikil almúga manneskja að ég hef þurft að finna uppá mínum eigin listamannsnöfnum sjálf. Þar sem ég er nýlega orðin fullorðin hef ég ákveðið að bera til grafar listamanninn sem hefur síðan árið 2002 kallað sig Nittu. Nitta hefur þjónað mér vel, en nú er kominn tími á eitthvað annað.

Auðvitað verð ég samt að vera kölluð eitthvað, sjáðu til. Og þar sem, þó ég hafi víða öðlast ákveðna frægð, þá hef ég þurft að finna uppá mínu eigin gælunafni. Mér finnst það pínulítið lame að þurfa að finna uppá þessu sjálf, þú veist, ekki ákváðu Gunnar á Hlíðarenda, Eiríkur Rauði, Gústi á Löppinni og Stella í Gröf (já og hvaðan kemur Stellu nafnið, ha Stella?) sjálf að byrja að kalla sig eitthvað.. ówell, þar sem ég er ekki manneskja sem dey ráðalaus þá kynni ég: Kristínu Guðmunds vefhönnuð!

Um mig verður varla talað svo vitað sé hvaða Kristínu Guðmunds af öllum þeim 3655 sem á landinu búa, nema nota viðskeytið “vefhönnuður”.

Þetta er nýi vefurinn minn þar sem útlistuð er öll sú þjónusta sem ég veiti. Heimilisfang vefsins er www.kristingudmunds.is. Nú geta bara allir sem vantar vefsíðu eða eitthvað í þá áttina haft samband við mig í síma: 823 4334 eða á netfangið: kristin@kristingudmunds.is.